Laith og fjölskylda hans komin til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2015 08:31 Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá grísku eyjunni Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Mynd/Daniel Etter/Europa says Oxi Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira