Arnar: Við tökum Svarta Pétri fagnandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 13:30 Eyjamenn urðu meistarar í fyrra. vísir/stefán „Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira