Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 18:37 Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49