Haukur Ingi: Allir þurfa að líta í eigin barm Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. ágúst 2015 20:13 Haukur Ingi Guðnason. vísir/valli "Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
"Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45