Erlent

Boko Haram drápu 56 á föstudag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
500 dagar eru liðnir frá því að samtökin námu á brott 219 skólastúlkur.
500 dagar eru liðnir frá því að samtökin námu á brott 219 skólastúlkur. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram drápu 56 íbúa í afskekktu þorpi í Nígeríu síðastliðið föstudagskvöld. Ríkisstjórinn í Borno í Nígeríu varaði við því í yfirlýsingu að samtökin væru að reyna að viðhalda ógnaröldu ofbeldis í landinu.

Í síðustu viku voru 500 dagar liðnir frá því að samtökin námu á brott 219 skólastúlkur en samtökin hafa lýst yfir kalífadæmi í hluta Nígeríu, líkt og samtökin ISIS hafa gert í Sýrlandi og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×