Jacob Schoop, leikmaður KR, átti eflaust erfitt með svefn í gær en hann klúðraði sannkölluðu dauðafæri undir lokin á leik KR og Vals í 18. umferð Pepsi-deildar karla í gær.
Staðan var 1-2, Val í vil þegar Schoop fékk þetta upplagða færi til að jafna metin.
Óskar Örn Hauksson skallaði þá að marki eftir skógarhlaup Ingvars Þór Kale, markvarðar Vals. Boltinn barst á Schoop sem þurfti einungis að skalla boltann í opið markið en á einhvern ótrúlegan hátt setti Daninn boltann yfir markið.
Sem betur fer fyrir Schoop náði Almarr Ormarsson að jafna metin fyrir KR í uppbótartíma og tryggja Vesturbæingum stig.
Eftir leikinn er KR með 35 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði FH þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni.
Klúðrið ótrúlega hjá Schoop má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu klúðrið ótrúlega hjá Schoop | Myndband
Ingvi Þór Sæmunsson skrifar
Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn