Uppbótartíminn: FH-ingar komnir með aðra hönd á titilinn | Myndbönd 31. ágúst 2015 11:15 Atli Guðnason fiskaði vítaspyrnuna sem Steven Lennon skoraði sigurmark FH úr. vísir/stefán Átjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH-ingar náðu sex stiga forskoti á toppnum eftir sigur á Víkingi og jafntefli hjá Breiðabliki og KR. Keflavík er 99,9% fallið eftir enn eitt tapið, nú fyrir Eyjamönnum. Fjölnismenn gerðu sitt fjórða jafntefli í röð og meðalmennskan var allsráðandi í Lautinni þar sem Fylkir og ÍA gerðu markalaust jafntefli.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 1-0 VíkingurKR 2-2 ValurÍBV 3-0 KeflavíkFylkir 0-0 ÍAFjölnir 1-1 StjarnanBreiðablik 0-0 LeiknirGuðjón Baldvinsson skoraði loksins í gær.vísir/andri marinóGóð umferð fyrir ...... Heimi Guðjónsson Þjálfari FH lagðist eflaust sæll og glaður á koddann í gær. FH vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið lagði Víking að velli, 1-0, í Krikanum og til að fullkomna daginn fyrir FH-inga töpuðu bæði Breiðablik og KR stigum. FH er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir og það er erfitt að sjá Hafnfirðinga klúðra titlinum úr þessu. FH-liðið hefur spilað vel í síðustu leikjum og er allt í einu farið að halda hreinu.... Eyjamenn Tímabilið hefur reynst ÍBV erfitt en mikið hefur gengið á í herbúðum liðsins í sumar. Margir efuðust um að Ásmundur Arnarsson væri rétti maðurinn til að stýra Eyjaskútunni í örugga höfn en hann er á góðri leið með það. Eyjamenn voru miklu sterkari aðilinn gegn Keflavík í gær og unnu öruggan 3-0 sigur sem skilar liðinu þremur stigum frá fallsæti. Sigurinn var sérstaklega mikilvægur þar sem ÍBV á mjög erfiða leiki í næstu þremur umferðum; gegn FH og Breiðablik á útivelli og Val á heimavelli.... Guðjón Baldvinsson Hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá Guðjóni síðan hann sneri aftur í Pepsi-deildina frá Nordsjælland í Danmörku. Framherjinn hefur verið ískaldur fyrir framan mark andstæðinganna og tókst ekki að skora í fyrstu sex fyrstu leikjum sínum fyrir Stjörnuna. En hann batt enda á markaþurrðina í gær þegar hann jafnaði metin gegn Fjölni með frábæru skoti eftir góðan undirbúning varamannsins Veigars Páls Gunnarssonar. Stjörnumenn eru í slæmri stöðu en Íslandsmeistararnir vonast væntanlega til að Guðjón sé kominn í gang og muni hjálpa liðinu að vinna nokkra leiki það sem eftir er sumars.Keflavík er komið með níu tær niður í 1. deild.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Jonathan Glenn Trínídadinn hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk í raðir Breiðabliks og skorað sex mörk í fimm leikjum í grænu treyjunni. En Glenn var ekki upp á sitt besta gegn nýliðum Leiknis í gær. Hann fékk samt upplagt tækifæri til að tryggja Blikum þrjú stig og halda lífi í titilvonum þeirra þegar hann náði í vítaspyrnu í uppbótartíma. Glenn fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Blikar hefðu þurft sigur til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en möguleikinn á honum fjærlagðist mjög í gær.... Keflavík Keflvíkingar hafa verið fastagestir í þessum lið í sumar og ekki að ósekju. Þeir eru einfaldlega með langlélegasta lið deildarinnar og sönnuðu það í gær þegar mættu andlausir til leiks gegn ÍBV og máttu sætta sig við 3-0 tap. Sigur í gær hefði þýtt að Keflvíkingar hefðu átt veika von um að bjarga sér, en von engu að síður. En eftir úrslit gærdagsins eru Keflvíkingar svo gott sem fallnir en þeir eru 11 stigum frá öruggu sæti og aðeins tólf stig eftir í pottinum. Keflavík getur byrjað að búa sig undir lífið í 1. deildinni að ári.... Jacob Schoop Daninn knái hefur gefið mikið eftir á seinni hluta tímabilsins eftir frábæra byrjun og gengi KR hefur sömuleiðis versnað mjög að undanförnu. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við erkifjendurna í Val í gær og eru nú sjö stigum á eftir toppliði FH þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Valsmenn komust tvisvar yfir í Vesturbænum í gær; Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði með sjálfsmarki á 33. mínútu og Schoop fékk svo sannkallað dauðafæri til að jafna metin á 88. mínútu en skallaði yfir nánast á línu. Sem betur fer fyrir Danann jafnaði Almarr Ormarsson metin þremur mínútum seinna en það dugði skammt, þar sem KR hefði þurft öll þrjú stigin til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.Kristinn Ingi hefur skorað í þremur af fjórum síðustu leikjum Vals í deild og bikar.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Eyjamenn hafa fengið 10 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum en fengu bara 4 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Ian Jeffs varð fyrsti Eyjamaðurinn fyrir utan Jose Enrique til að skora í Pepsi-deildinni síðan 19. júlí. *Keflvíkingar hafa aðeins náð í 7 prósent stiga í boði í útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar (2 stig af 27 mögulegum). *Eyjamenn héldu aldrei hreinu í fyrstu 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en hafa haldið 4 sinnum hreinu í síðustu 9 leikjum sínum. *FH er búið að vinna sex leiki í röð í Pepsi-deildinni þar af fimm þeirra með eins marks mun. *Ágúst er fyrsti fullkomni mánuður FH-liðsins (2 leikir eða fleiri) síðan í september 2010. *FH hefur nú fengið fullt hús á móti fjórum liðum í Pepsi-deildinni í sumar - Keflavík, ÍA, Leikni og Víkingi. *Atli Guðnason hefur lagt upp 5 af 7 mörkum Steven Lennon í Pepsi-deildinni í sumar annaðhvort með því að gefa stoðsendingu (3), fiska víti (1) eða gefa frísendingu á mann sem fiskar víti (1). *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað 4 af 5 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar á móti FH (3) og KR (1). *KR hefur ekki unnið lið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar frá því 8. júlí 2003. *Fyrsta sinn síðan 7. júní (á móti Val) þar sem Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fær á sig meira en eitt mark í leik. *Leiknisliðið hefur bara skorað einu sinni í síðustu fjórum leikjum og það var sjálfsmark Víkinga. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 16 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Gunnleifur Gunnleifsson hefur ekki fengið á sig mark á fyrstu 69 mínútunum í 10 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Enginn annar en Jonathan Glenn hefur skorað fyrir Blika á síðustu 383 mínútum liðsins í Pepsi-deildinni. *Fyrsta sinn síðan 7. júní þar sem Skagamenn ná ekki að skora í leik. *Fylkir hefur skorað 3 mörk í fyrri hálfleik í 8 leikjum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar en þau komu öll á móti botnliði Keflavík. *Skagamenn hafa fengið stig í 9 leikjum í röð á móti liðum í 6. sæti og neðar í Pepsi-deildinni. *Guðjón Baldvinsson var búinn að spila í 580 mínútur þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni í sumar. *Stjarnan hefur ekki náð að skora fyrir 70. mínútu í síðustu 5 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Fjölnir hefur verið 1-0 yfir í hálfleik í 4 af síðustu 5 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Fjölnismenn hafa skorað 11 mörk í jafnteflisleikjum í Pepsi-deildinni í sumar.Thomas Nielsen varði vel í marki Víkings gegn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Árni Jóhannsson á Fylkisvelli: „Mjög bragðdauft í Árbænum. Annað en þetta kaffi sem boðið er upp á í blaðamannastúkunni, það er til fyrirmyndar.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli: „Ljón éta pöndur er sungið af Leiknisljónum. Góður húmor þar þó stuðningsmannasveit Breiðabliks er hætt að kalla sig Grænu Pönduna.“Tómas Þór Þórðarson á Hásteinsvelli: „Ég veit ekki hvort segir manni meira að maður sé í Eyjum; þetta magnaða vallarstæði sem Hásteinsvöllur er eða inn í blaðamannastúkunni er stóll sem merktur er: "Ingó Veðurguð - Þjóðhátíð".“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Bjarni Gunnarsson, ÍBV - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Kristinn Ingi Halldórsson, Valur - 8 Atli Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Eyjólfur Tómasson, Leiknir - 8 Davíð Þór Viðarsson, FH - 8 Thomas Nielsen, Víkingur - 8 Alan Löwing, Víkingur - 3 Hörður Árnason, Stjarnan - 3 Sören Fredriksen, KR - 3 Elvar Páll Sigurðsson, Leiknir - 3 Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík - 3 Einar Orri Einarsson, Keflavík - 3 Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík - 3 Paul Junior Bignot, Keflavík - 3Umræðan #pepsi365Arnar Gunnláksson hérna er mynd. Núna þekkirðu Davíð Snorra út á götu #pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/rP9OLD6ddd — Maggi Peran (@maggiperan) August 30, 2015Mættur í dallinn. Kannski það fari nú fram fótboltaleikur þegar ég mæti á Heimaey. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 30, 2015Ellý var ennþá að syngja, Boom 0:1 #fotboltinet#pepsi365#heyrmínabæn — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 30, 2015Þessi í bleiku skónum hja Vikes hefur verið i þjálfun hja Hemma Hreiðars i vikunni #fotboltinet#pepsi365 # — Jonas Ymir Jonasson (@NFLDraftPost) August 30, 2015Þó þessi spyrna hafi endað í Kópavogslæk þá er enginn búinn að gefast upp hér. #fotbolti#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) August 30, 2015„Hey Olgeir, inná og kláraðu þetta - haltu okkur inni í þessu móti“. Vá, hvað ég hefði viljað sjá þetta. Engin pressa. #pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) August 30, 2015"Kemur úr Willum-skólanum" ??? Er @hjorvarhaflida ekki aðeins kominn frammúr sjálfum sér? #pepsi365 — Jakob Bjarnar (@JakobBjarnar) August 30, 2015Mark 18. umferðar Atvik 18. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Átjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH-ingar náðu sex stiga forskoti á toppnum eftir sigur á Víkingi og jafntefli hjá Breiðabliki og KR. Keflavík er 99,9% fallið eftir enn eitt tapið, nú fyrir Eyjamönnum. Fjölnismenn gerðu sitt fjórða jafntefli í röð og meðalmennskan var allsráðandi í Lautinni þar sem Fylkir og ÍA gerðu markalaust jafntefli.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 1-0 VíkingurKR 2-2 ValurÍBV 3-0 KeflavíkFylkir 0-0 ÍAFjölnir 1-1 StjarnanBreiðablik 0-0 LeiknirGuðjón Baldvinsson skoraði loksins í gær.vísir/andri marinóGóð umferð fyrir ...... Heimi Guðjónsson Þjálfari FH lagðist eflaust sæll og glaður á koddann í gær. FH vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið lagði Víking að velli, 1-0, í Krikanum og til að fullkomna daginn fyrir FH-inga töpuðu bæði Breiðablik og KR stigum. FH er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir og það er erfitt að sjá Hafnfirðinga klúðra titlinum úr þessu. FH-liðið hefur spilað vel í síðustu leikjum og er allt í einu farið að halda hreinu.... Eyjamenn Tímabilið hefur reynst ÍBV erfitt en mikið hefur gengið á í herbúðum liðsins í sumar. Margir efuðust um að Ásmundur Arnarsson væri rétti maðurinn til að stýra Eyjaskútunni í örugga höfn en hann er á góðri leið með það. Eyjamenn voru miklu sterkari aðilinn gegn Keflavík í gær og unnu öruggan 3-0 sigur sem skilar liðinu þremur stigum frá fallsæti. Sigurinn var sérstaklega mikilvægur þar sem ÍBV á mjög erfiða leiki í næstu þremur umferðum; gegn FH og Breiðablik á útivelli og Val á heimavelli.... Guðjón Baldvinsson Hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá Guðjóni síðan hann sneri aftur í Pepsi-deildina frá Nordsjælland í Danmörku. Framherjinn hefur verið ískaldur fyrir framan mark andstæðinganna og tókst ekki að skora í fyrstu sex fyrstu leikjum sínum fyrir Stjörnuna. En hann batt enda á markaþurrðina í gær þegar hann jafnaði metin gegn Fjölni með frábæru skoti eftir góðan undirbúning varamannsins Veigars Páls Gunnarssonar. Stjörnumenn eru í slæmri stöðu en Íslandsmeistararnir vonast væntanlega til að Guðjón sé kominn í gang og muni hjálpa liðinu að vinna nokkra leiki það sem eftir er sumars.Keflavík er komið með níu tær niður í 1. deild.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Jonathan Glenn Trínídadinn hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk í raðir Breiðabliks og skorað sex mörk í fimm leikjum í grænu treyjunni. En Glenn var ekki upp á sitt besta gegn nýliðum Leiknis í gær. Hann fékk samt upplagt tækifæri til að tryggja Blikum þrjú stig og halda lífi í titilvonum þeirra þegar hann náði í vítaspyrnu í uppbótartíma. Glenn fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Blikar hefðu þurft sigur til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en möguleikinn á honum fjærlagðist mjög í gær.... Keflavík Keflvíkingar hafa verið fastagestir í þessum lið í sumar og ekki að ósekju. Þeir eru einfaldlega með langlélegasta lið deildarinnar og sönnuðu það í gær þegar mættu andlausir til leiks gegn ÍBV og máttu sætta sig við 3-0 tap. Sigur í gær hefði þýtt að Keflvíkingar hefðu átt veika von um að bjarga sér, en von engu að síður. En eftir úrslit gærdagsins eru Keflvíkingar svo gott sem fallnir en þeir eru 11 stigum frá öruggu sæti og aðeins tólf stig eftir í pottinum. Keflavík getur byrjað að búa sig undir lífið í 1. deildinni að ári.... Jacob Schoop Daninn knái hefur gefið mikið eftir á seinni hluta tímabilsins eftir frábæra byrjun og gengi KR hefur sömuleiðis versnað mjög að undanförnu. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við erkifjendurna í Val í gær og eru nú sjö stigum á eftir toppliði FH þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Valsmenn komust tvisvar yfir í Vesturbænum í gær; Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði með sjálfsmarki á 33. mínútu og Schoop fékk svo sannkallað dauðafæri til að jafna metin á 88. mínútu en skallaði yfir nánast á línu. Sem betur fer fyrir Danann jafnaði Almarr Ormarsson metin þremur mínútum seinna en það dugði skammt, þar sem KR hefði þurft öll þrjú stigin til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum.Kristinn Ingi hefur skorað í þremur af fjórum síðustu leikjum Vals í deild og bikar.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Eyjamenn hafa fengið 10 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum en fengu bara 4 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Ian Jeffs varð fyrsti Eyjamaðurinn fyrir utan Jose Enrique til að skora í Pepsi-deildinni síðan 19. júlí. *Keflvíkingar hafa aðeins náð í 7 prósent stiga í boði í útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar (2 stig af 27 mögulegum). *Eyjamenn héldu aldrei hreinu í fyrstu 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en hafa haldið 4 sinnum hreinu í síðustu 9 leikjum sínum. *FH er búið að vinna sex leiki í röð í Pepsi-deildinni þar af fimm þeirra með eins marks mun. *Ágúst er fyrsti fullkomni mánuður FH-liðsins (2 leikir eða fleiri) síðan í september 2010. *FH hefur nú fengið fullt hús á móti fjórum liðum í Pepsi-deildinni í sumar - Keflavík, ÍA, Leikni og Víkingi. *Atli Guðnason hefur lagt upp 5 af 7 mörkum Steven Lennon í Pepsi-deildinni í sumar annaðhvort með því að gefa stoðsendingu (3), fiska víti (1) eða gefa frísendingu á mann sem fiskar víti (1). *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað 4 af 5 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar á móti FH (3) og KR (1). *KR hefur ekki unnið lið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar frá því 8. júlí 2003. *Fyrsta sinn síðan 7. júní (á móti Val) þar sem Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fær á sig meira en eitt mark í leik. *Leiknisliðið hefur bara skorað einu sinni í síðustu fjórum leikjum og það var sjálfsmark Víkinga. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 16 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Gunnleifur Gunnleifsson hefur ekki fengið á sig mark á fyrstu 69 mínútunum í 10 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Enginn annar en Jonathan Glenn hefur skorað fyrir Blika á síðustu 383 mínútum liðsins í Pepsi-deildinni. *Fyrsta sinn síðan 7. júní þar sem Skagamenn ná ekki að skora í leik. *Fylkir hefur skorað 3 mörk í fyrri hálfleik í 8 leikjum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar en þau komu öll á móti botnliði Keflavík. *Skagamenn hafa fengið stig í 9 leikjum í röð á móti liðum í 6. sæti og neðar í Pepsi-deildinni. *Guðjón Baldvinsson var búinn að spila í 580 mínútur þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni í sumar. *Stjarnan hefur ekki náð að skora fyrir 70. mínútu í síðustu 5 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Fjölnir hefur verið 1-0 yfir í hálfleik í 4 af síðustu 5 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Fjölnismenn hafa skorað 11 mörk í jafnteflisleikjum í Pepsi-deildinni í sumar.Thomas Nielsen varði vel í marki Víkings gegn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Árni Jóhannsson á Fylkisvelli: „Mjög bragðdauft í Árbænum. Annað en þetta kaffi sem boðið er upp á í blaðamannastúkunni, það er til fyrirmyndar.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli: „Ljón éta pöndur er sungið af Leiknisljónum. Góður húmor þar þó stuðningsmannasveit Breiðabliks er hætt að kalla sig Grænu Pönduna.“Tómas Þór Þórðarson á Hásteinsvelli: „Ég veit ekki hvort segir manni meira að maður sé í Eyjum; þetta magnaða vallarstæði sem Hásteinsvöllur er eða inn í blaðamannastúkunni er stóll sem merktur er: "Ingó Veðurguð - Þjóðhátíð".“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Bjarni Gunnarsson, ÍBV - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Kristinn Ingi Halldórsson, Valur - 8 Atli Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Eyjólfur Tómasson, Leiknir - 8 Davíð Þór Viðarsson, FH - 8 Thomas Nielsen, Víkingur - 8 Alan Löwing, Víkingur - 3 Hörður Árnason, Stjarnan - 3 Sören Fredriksen, KR - 3 Elvar Páll Sigurðsson, Leiknir - 3 Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík - 3 Einar Orri Einarsson, Keflavík - 3 Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík - 3 Paul Junior Bignot, Keflavík - 3Umræðan #pepsi365Arnar Gunnláksson hérna er mynd. Núna þekkirðu Davíð Snorra út á götu #pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/rP9OLD6ddd — Maggi Peran (@maggiperan) August 30, 2015Mættur í dallinn. Kannski það fari nú fram fótboltaleikur þegar ég mæti á Heimaey. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 30, 2015Ellý var ennþá að syngja, Boom 0:1 #fotboltinet#pepsi365#heyrmínabæn — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 30, 2015Þessi í bleiku skónum hja Vikes hefur verið i þjálfun hja Hemma Hreiðars i vikunni #fotboltinet#pepsi365 # — Jonas Ymir Jonasson (@NFLDraftPost) August 30, 2015Þó þessi spyrna hafi endað í Kópavogslæk þá er enginn búinn að gefast upp hér. #fotbolti#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) August 30, 2015„Hey Olgeir, inná og kláraðu þetta - haltu okkur inni í þessu móti“. Vá, hvað ég hefði viljað sjá þetta. Engin pressa. #pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) August 30, 2015"Kemur úr Willum-skólanum" ??? Er @hjorvarhaflida ekki aðeins kominn frammúr sjálfum sér? #pepsi365 — Jakob Bjarnar (@JakobBjarnar) August 30, 2015Mark 18. umferðar Atvik 18. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira