Innlent

Forsíðumynd Fréttablaðsins: Eymd og ótti flóttafólks frá Sýrlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands.
Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands. vísir/afp
Borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári og bjuggu þá 20 milljónir manna í landinu.

Tólf milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svara til aðeins um 2 prósenta þeirra sem þurft hafa að flýja heimili sín. Stjórnmálamenn í Evrópu virðast á einu máli um að það þarf að gera miklu meira til að hjálpa þeim.

Myndin hér að ofan prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Á henni má sjá sýrlenskan mann halda á særðu barni eftir árásir Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Fréttir herma að stjórnarherinn hafi ráðist á Douma, en svæðið er undir stjórn uppreisnarmanna.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×