Íslenski boltinn

Rasmus þurfti að fara af velli eftir þetta samstuð | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Steenberg Christiansen.
Rasmus Steenberg Christiansen.
KR-ingar urðu að gera breytingu á vörn sinni í fyrri hálfleik eftir að miðvörður liðsins lenti í slæmu samstuði í leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar.

Rasmus Steenberg Christiansen lenti þá í samstuði við Eyjamaninn Víði Þorvarðarson en Rasmus fékk það slæmt höfuðhögg að hann varð að yfirgefa völlinn.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom inná fyrir Rasmus Christiansen á 34. mínútu, Grétar fékk gult spjald á 38. mínútu og svo skoraði Jose Enrique fyrsta mark leiksins eftir að hafa platað Grétar upp úr skónum fjórum mínútum fyrir hálfleik. Eyjamenn voru 1-0 yfir í hálfleik.

Það er hægt að sjá samstuð Víðis og Rasmusar hér fyrir neðan.

Samstuðið hjá Rasmus



Fleiri fréttir

Sjá meira


×