Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir halda áfram að framlengja við sína menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Fannar Stefánsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfara Valsliðsins.
Andri Fannar Stefánsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfara Valsliðsins. Mynd/Valur
Andri Fannar Stefánsson, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Vals í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2017 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val.

Andri Fannar hefur verið fastamaður í Valsliðinu á yfirstandandi leiktíð og fyrir utan að vera leikmaður meistarflokks þá er Andri Fannar einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins í knattspyrnu.

Andri Fannar er uppalinn KA-maður og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008. Andri kom til Vals 2011 og hefur á sínum ferli spilað 74 leiki með Val og skorað 3 mörk. Hann varð þó ekki hreinn byrjunarmaður í Valsliðinu fyrr en á þessu tímabili.

Andri Fannar hefur spilað bæði sem miðjumaður og hægri bakvörður í Valsliðinu í sumar. Hann er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem framlengir við Val.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsliðsins, framlengdi fyrr í vikunni sinn samning til ársins 2018.

Mynd/Valur

Tengdar fréttir

Haukur Páll samdi við Val til ársins 2018

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði bikarmeistara Vals og einn öflugasti miðjumaður Pepsi-deildarinnar, verður áfram leikmaður Vals næstu þrjú tímabil.

KR-ingar undir Óla-álögum

Valsmenn unnu sinn fyrsta stóra titil í átta ár þegar liðið tryggði sér tíunda bikarmeistaratitil félagsins með 2-0 sigri á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn. KR-ingar áttu aldrei möguleika á móti hungruðum Hlíðarendapiltum enda örlögin ka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×