Leikmaður Hattar látinn fara vegna kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:15 Ægismenn eftir sigurinn á Hetti. mynd/heimasíða ægis Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00