Erlent

ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins

Atli Ísleifsson skrifar
Baalshamin hofið sprengt í loft upp.
Baalshamin hofið sprengt í loft upp.
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa birt myndir sem sýna eyðileggingu Baalshamin-hofsins í sýrlensku borginni Palmyra.

Myndirnar hafa verið birtar á samfélagsmiðlum tengdum ISIS þar sem sjá má ISIS-liða koma sprengiefni fyrir utan á og innan í um tvö þúsund ára gömlu hofinu.

Þá má sjá mynd af mikilli sprengingu og svo rústir sem taldar eru vera af hofinu.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur lýst árásum ISIS á sögulegar minjar Sýrlendinga sem „stríðsglæpum“.

Baalshamin hofið í Palmyra.Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×