Hermann hótar því að fara að kenna Fylkismönnum að henda sér niður þrisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Ernir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið hjá velska dómaranum Iwan Griffith í gærkvöldi þegar lið hans tapaði 4-2 á móti bikarmeisturum Vals á Laugardalsvellinum í leik liðanna í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Hermann er ekki sáttur og hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Valsmenn vorum 2-0 yfir í hálfleik og komust í 3-0 eftir 53 mínútna leik. En hvað fannst Hermanni um leikinn? „Ég er búinn að skoða þetta aðeins og verð að viðurkenna það að Valsmenn voru betri í leiknum. Ég veit að við getum gert töluvert betur," sagði Hermann. „Við erum búnir að fara yfir það hvernig við ætlum að láta taka okkur alvarlega í þessari deild. Við fáum á okkur aukaspyrnu og fallegt mark en svo kemur stóra sveiflan í leiknum þegar við áttum að fá víti til að jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. 20 til 30 sekúndum seinna fá þeir víti sem þeir skora úr. Í staðinn fyrir að vera 1-1 þá er 2-0," sagði Hermann sem fékk í kjölfarið rautt spjald fyrir mótmæli á 38. mínútu leiksins. „Þetta var bara blákalt og ískalt eða allt sem þú vilt segja um það. Við áttum að fá víti og ég bakka ekkert með það. Það hallaði á okkur með það að við höfum sett það upp að vera svolítið harðir og grimmir og reyna að standa af okkur tæklingar," sagði Hermann sem boðar nýstárlega æfingar hjá Fylki. „Ég ætla hér eftir að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem ég mun kenna mönnum að henda sér niður og vera klókir af því að þá er dæmt. Það er línan sem hefur verið sett. Við höfum staðið það af okkur. Ég er drullufúll að þurfa að fara út í svona. Af hverju geta menn ekki notað flautuna þegar menn eru að standa af sér þegar klárlega er verið að brjóta á þeim," sagði Hermann. „Menn þurfa að kasta sér niður til að fá aukaspyrnu og það fýkur í mig með það. Ég nenni ekki að vera sá gæi sem er röflandi í dómurum og ég bið aldrei um spjöld. Ég vil að leikurinn sé spilaður ellefu á móti ellefu. Ég vil að leikurinn sé framkvæmdur heiðarlega. Við erum að undirbúa okkur alla vikuna og ef ég þarf að undirbúa liðið mitt í að kasta sér niður þá fer það í taugarnar á mér," sagði Hermann. „Okkar leikur verður bara þannig að við ætlum að standa af okkur tæklingar og vera harðir. Við erum ekki með sömu gæði í liðinu og fimm efstu liðin. Þau eru klókari og fá þessa dóma alltaf með sér. Svo er ekki flautað á "púra" víti," sagði Hermann. „Ég sé um nöldrið og er leiðinlegi gæinn en leikmennirnir eru ekki að kvarta. Þeir halda bara áfram að spila sinn leik. Í gær sprakk ég af því að þetta var svo ósanngjarnt. Við áttum að fá víti því ef að það er brot inn í teig þá skiptir engu máli hvar boltinn er. Ég vil ekkert ókeypis en höfum bara einhverja línu í þessu," sagði Hermann. „Það hefði verið klárt að ef að þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti strax. Á móti KR, FH, Breiðablik og Val, já," sagði Hermann sem var enn reiður. „Ég bakka ekki neitt með þetta. Ég vil ekkert frítt í neinum leik en höfum þetta í báðar áttir. Notið flautuna," sagði Hermann. „Annars þarf ég bara að fara að kenna þeim að kasta sér niður og vera klókir. Vera liðin sem eru á toppnum sem fá allt af því að þau kasta sér niður. Hvaða leikur er það? Ég spilaði ekki svoleiðis fótbolta," sagði Hermann. „Ég veit ekki hvaða lína er sett hjá hverjum klúbb. Þeir detta ef að það er snerting. Við gerum það ekki og ég mun aldrei gera það. Ég er fúlastur yfir því að ég þurfi að fara að æfingar í því að henda sér niður og ég nenni ekki að fara að kenna strákunum það," sagði Hermann. „Ég er bara að skipta mér af leiknum sem stýrimaður á skútunni en er ekki að skipta mér af dómara. Ef hann setur línuna þannig að það er flautað ef menn kasta sér niður eins og svindlarar þá verður maður bara að fara að kenna það. Ef það er línan þá verðum við að spila með því og förum að æfa það þrisvar í viku hvernig við eigum að fá aukaspyrnur á réttum stöðum á vellinum,“ sagði Hermann. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Hermann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00 Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið hjá velska dómaranum Iwan Griffith í gærkvöldi þegar lið hans tapaði 4-2 á móti bikarmeisturum Vals á Laugardalsvellinum í leik liðanna í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Hermann er ekki sáttur og hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Valsmenn vorum 2-0 yfir í hálfleik og komust í 3-0 eftir 53 mínútna leik. En hvað fannst Hermanni um leikinn? „Ég er búinn að skoða þetta aðeins og verð að viðurkenna það að Valsmenn voru betri í leiknum. Ég veit að við getum gert töluvert betur," sagði Hermann. „Við erum búnir að fara yfir það hvernig við ætlum að láta taka okkur alvarlega í þessari deild. Við fáum á okkur aukaspyrnu og fallegt mark en svo kemur stóra sveiflan í leiknum þegar við áttum að fá víti til að jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. 20 til 30 sekúndum seinna fá þeir víti sem þeir skora úr. Í staðinn fyrir að vera 1-1 þá er 2-0," sagði Hermann sem fékk í kjölfarið rautt spjald fyrir mótmæli á 38. mínútu leiksins. „Þetta var bara blákalt og ískalt eða allt sem þú vilt segja um það. Við áttum að fá víti og ég bakka ekkert með það. Það hallaði á okkur með það að við höfum sett það upp að vera svolítið harðir og grimmir og reyna að standa af okkur tæklingar," sagði Hermann sem boðar nýstárlega æfingar hjá Fylki. „Ég ætla hér eftir að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem ég mun kenna mönnum að henda sér niður og vera klókir af því að þá er dæmt. Það er línan sem hefur verið sett. Við höfum staðið það af okkur. Ég er drullufúll að þurfa að fara út í svona. Af hverju geta menn ekki notað flautuna þegar menn eru að standa af sér þegar klárlega er verið að brjóta á þeim," sagði Hermann. „Menn þurfa að kasta sér niður til að fá aukaspyrnu og það fýkur í mig með það. Ég nenni ekki að vera sá gæi sem er röflandi í dómurum og ég bið aldrei um spjöld. Ég vil að leikurinn sé spilaður ellefu á móti ellefu. Ég vil að leikurinn sé framkvæmdur heiðarlega. Við erum að undirbúa okkur alla vikuna og ef ég þarf að undirbúa liðið mitt í að kasta sér niður þá fer það í taugarnar á mér," sagði Hermann. „Okkar leikur verður bara þannig að við ætlum að standa af okkur tæklingar og vera harðir. Við erum ekki með sömu gæði í liðinu og fimm efstu liðin. Þau eru klókari og fá þessa dóma alltaf með sér. Svo er ekki flautað á "púra" víti," sagði Hermann. „Ég sé um nöldrið og er leiðinlegi gæinn en leikmennirnir eru ekki að kvarta. Þeir halda bara áfram að spila sinn leik. Í gær sprakk ég af því að þetta var svo ósanngjarnt. Við áttum að fá víti því ef að það er brot inn í teig þá skiptir engu máli hvar boltinn er. Ég vil ekkert ókeypis en höfum bara einhverja línu í þessu," sagði Hermann. „Það hefði verið klárt að ef að þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti strax. Á móti KR, FH, Breiðablik og Val, já," sagði Hermann sem var enn reiður. „Ég bakka ekki neitt með þetta. Ég vil ekkert frítt í neinum leik en höfum þetta í báðar áttir. Notið flautuna," sagði Hermann. „Annars þarf ég bara að fara að kenna þeim að kasta sér niður og vera klókir. Vera liðin sem eru á toppnum sem fá allt af því að þau kasta sér niður. Hvaða leikur er það? Ég spilaði ekki svoleiðis fótbolta," sagði Hermann. „Ég veit ekki hvaða lína er sett hjá hverjum klúbb. Þeir detta ef að það er snerting. Við gerum það ekki og ég mun aldrei gera það. Ég er fúlastur yfir því að ég þurfi að fara að æfingar í því að henda sér niður og ég nenni ekki að fara að kenna strákunum það," sagði Hermann. „Ég er bara að skipta mér af leiknum sem stýrimaður á skútunni en er ekki að skipta mér af dómara. Ef hann setur línuna þannig að það er flautað ef menn kasta sér niður eins og svindlarar þá verður maður bara að fara að kenna það. Ef það er línan þá verðum við að spila með því og förum að æfa það þrisvar í viku hvernig við eigum að fá aukaspyrnur á réttum stöðum á vellinum,“ sagði Hermann. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Hermann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00 Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00
Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44