Samstaða um mannúð og réttaröryggi Þórir Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2015 07:15 Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun