Stuðlar matarverð á Íslandi að heilsuspillandi mataræði? Lars Óli Jessen skrifar 27. ágúst 2015 19:10 „Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar