Rangt að sótt sé að gömlum húsum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2015 20:57 Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24