Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Tómas Þór Þórðarson á Hásteinsvelli skrifar 30. ágúst 2015 19:45 vísir/andri Aðeins stærðfræði getur bjargað Keflavík frá falli úr Pepsi-deild karla í fyrsta sinn síðan liðið kom aftur upp árið 2004. Í það minnsta er ljóst að liðið sjálft er ekki nógu gott til að bjarga sér úr gröfinni sem það er búið að grafa sér. Keflavík tapaði, 3-0, fyrir ÍBV í fallslag 18. umferðar Pepsi-deildarinnar í Vestmananeyjum í kvöld og situr sem fyrr rótfast á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 18 umferðir. Keflavík er ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Það er engin leið fyrir Keflavík að bjarga sæti sínu úr þessu. Það þarf enginn Keflvíkingur að blekkja sig og halda annað. Suðurnesjamenn fengu eitt algjört lokatækifæri í dag til að vinna fótboltaleik og vera þá fimm stigum frá öruggu sæti með tólf stig í pottinum. Keflvíkingar voru ekki líklegir til árangurs í leiknum og kórónuðu ömurlegt og stormasamt sumar með slakri frammistöðu sem verðskuldar ekki sæti í Pepsi-deildinni. Það voru ekki þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Jose Enrique, Sito, var búinn að spóla sig framhjá Farid Zato og Keflavíkurvörninni og skaut í slá úr dauðafæri. Bjarni Gunnarsson fékk frákastið en skaut í varnarmann sem varði á marklínu. Þetta var merki um það átti eftir að gerast í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og leit ekkert út fyrir að Keflavík væri lið sem ÞURFTI að innbyrða sigur. Heimamenn vörðust máttlitlum sóknum gestanna auðveldlega en voru annars miklu meira með boltann og uppspil liðsins gott. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði úr föstum leikatriðum. Ian Jeffs fékk byrjunarliðssæti og þakkaði fyrir það með marki beint úr aukaspyrnu. Gunnar Heiðar skoraði svo mark úr víti á 38. mínútu sem Sito fékk er hann var felldur af Einari Orra Einarssyni. Viljinn var í heimamönnum og staðan í hálfleik sanngjörn þó laust skot Harðar Sveinssonar var varið á marklínu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þar hefði Keflavík getað náð inn mikilvægu marki gegn gangi leiksins. Einhver hefði haldið að Keflvíkingar myndu mæta brjálaðir til leiks í seinni hálfleik. En svo var ekki. Engar skiptingar. Ekki neitt. Keflavík tók ekki alvöru rispu í leiknum fyrir eftir tæpar 70 mínútur. Liðið náði nokkrum skotum að marki og hélt boltanum betur. Sá kafli entist aðeins í fimm mínútur. Eyjamenn voru sáttir með 2-0 stöðuna og biðu færis eftir þriðja markinu. Gunnar Heiðar brenndi af úr dauðafæri áður en þriðja markið kom og enn og aftur eftir fastleikatriði. Hafsteinn Briem, miðvörðurinn markheppni, skoraði úr frákasti eftir aukaspyrnu sem Sindri varði frá Jeffs. Leik lokið á 73. mínútu. Síðasti naglinn í kistu Keflvíkinga. Eyjaliðið spilaði vel í dag og sýndi mun meiri og betri sóknarleik en það gerði í öðrum fallslag gegn Víkingi á útivelli í síðustu umferð. Fremstu menn hjá ÍBV; Gunnar Heiðar og Bjarni Gunnarsson, voru mjög góðir sem og kantmennirnir Sito og Ian Jeffs. Það var ekki veikan hlekk á Eyjaliðinu að finna í dag. ÍBV hefur nú safnað sjö stigum af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum og er orðið ansi líklegt til að halda sæti sínu í deildinni. Mennirnir sem komu í glugganum halda áfram að standa sig; Sito var góður í dag en minna er talað um króatíska miðjumaninn Mario Brlecic sem hefur einnig verið öflugur í síðustu leikjum og var það aftur í dag. Keflvíkingar þurfa að vinna rest tili að halda sæti sínu í deildinni og vonast til að ÍBV og ÍA fái ekki stig til viðbótar. Keflavík þarf svo enn fimm stig til að verða ekki stigalega lélegasta lið tólf liða deildar frá upphafi.Hólmar: Lítill neisti í okkur miðað við hvað mikið var undir "Þetta var ekki nógu gott í dag eins og þetta hefur verið í flestum leikjum okkar í sumar," sagði dapur Hólmar Örn Rúnarsson, miðjumaður Keflavíkur, við Vísi eftir leikinn. Hólmar var mjög hreinskilinn varðandi frammistöðu liðsins og sagði sína menn ekkert eiga skilið í dag. "Við vorum ekki tilbúnir í þetta og þeir strax komnir í færi. Við fengum líka reyndar ágætis færi í fyrri hálfleik, en miðað við hvað mikið var undir fannst mér lítill neisti í okkur," sagði hann. "Þeir voru betri allan leikinn. Það er engin lygi. Við áttum smá kafla í seinni hálfleik þar sem ég hélt að við værum að ná tökum á þessu. En þá gáfum við aftur eftir og þeir urðu hættulegri." Að tapa sannfærandi, 3-0, í leik sem einfaldlega varð að vinnast endurspeglar í raun sumar Keflavíkur liðsins. "Við erum búnir að vera í veseni í allt sumar. Það var engin breyting á því í dag," sagði Hólmar Örn, en hvernig ætlar liðið að fara inn í lokaleikina þrátt fyrir að vera sama og fallið niður um deild? "Við munum berjast þar til yfir lýkur en auðvitað er þetta orðið helvíti svart. Við klárum þessa leiki almennilega og reynum að komast frá þessu með stolti," sagði Hólmar Örn Rúnarsson.Haukur: Allir þurfa að líta í eigin barm "Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason.Ásmundur: Þurftum að taka hlutina í gegn "Þetta er klárlega besta frammistaða liðsins síðan ég tók við," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leikinn. Eyjaliðið var ekki gott í síðasta leik gegn Víkingi þar sem það var þó óheppið að tapa, 1-0, með marki í uppbótartíma. "Við fórum vel yfir frammistöðuna í síðasta leik gegn Víkingi þar sem við vorum ekki ánægðir með það sem við vorum að gera. Þar vorum við undir á flestum sviðum," sagði Ásmundur. "Við þurftum að taka hlutina í gegn; bæði varnarskipulagið og ekki síst að halda boltanum betur innan liðsins. Við lögðum mesta áherslu á að halda boltanum betur í dag og það gekk fullkomlega upp." "Það sást hversu vel sóknarleikurinn gekk að við sköpuðum okkur færi til að skora mörk og hefðum getað skorað fleiri hér í dag. Ég er í heildina gríðarlega mjög ánægður með leikinn." Eyjamenn hafa stundum í sumar verið nokkuð andlausir þrátt fyrir að mikið væri undir, en hvað var öðruvísi í dag? "Menn voru bara tilbúnir í dag. Það var augljóst mál. Það býr mikið í þessu liði. Því miður hefur gengið verið upp og niður. Það vantar stöðugleika þannig það er verkefnið í síðustu fjórum leikjunum," sagði þjálfarinn sem leggur áherslu á að ÍBV sé ekki búið að bjarga sér frá falli. "Þetta er langt frá því að vera búið. Við gerum okkur allir grein fyrir því. Þetta verður barátta fram að síðasta leik. Það er ágætt að fara úr svoan sigurleik inn í landsleikjahléið en svo hefst baráttan bara aftur og það eru mikilvæg stig í pottinum," sagði Ásmundur Arnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Aðeins stærðfræði getur bjargað Keflavík frá falli úr Pepsi-deild karla í fyrsta sinn síðan liðið kom aftur upp árið 2004. Í það minnsta er ljóst að liðið sjálft er ekki nógu gott til að bjarga sér úr gröfinni sem það er búið að grafa sér. Keflavík tapaði, 3-0, fyrir ÍBV í fallslag 18. umferðar Pepsi-deildarinnar í Vestmananeyjum í kvöld og situr sem fyrr rótfast á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 18 umferðir. Keflavík er ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Það er engin leið fyrir Keflavík að bjarga sæti sínu úr þessu. Það þarf enginn Keflvíkingur að blekkja sig og halda annað. Suðurnesjamenn fengu eitt algjört lokatækifæri í dag til að vinna fótboltaleik og vera þá fimm stigum frá öruggu sæti með tólf stig í pottinum. Keflvíkingar voru ekki líklegir til árangurs í leiknum og kórónuðu ömurlegt og stormasamt sumar með slakri frammistöðu sem verðskuldar ekki sæti í Pepsi-deildinni. Það voru ekki þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Jose Enrique, Sito, var búinn að spóla sig framhjá Farid Zato og Keflavíkurvörninni og skaut í slá úr dauðafæri. Bjarni Gunnarsson fékk frákastið en skaut í varnarmann sem varði á marklínu. Þetta var merki um það átti eftir að gerast í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og leit ekkert út fyrir að Keflavík væri lið sem ÞURFTI að innbyrða sigur. Heimamenn vörðust máttlitlum sóknum gestanna auðveldlega en voru annars miklu meira með boltann og uppspil liðsins gott. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði úr föstum leikatriðum. Ian Jeffs fékk byrjunarliðssæti og þakkaði fyrir það með marki beint úr aukaspyrnu. Gunnar Heiðar skoraði svo mark úr víti á 38. mínútu sem Sito fékk er hann var felldur af Einari Orra Einarssyni. Viljinn var í heimamönnum og staðan í hálfleik sanngjörn þó laust skot Harðar Sveinssonar var varið á marklínu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þar hefði Keflavík getað náð inn mikilvægu marki gegn gangi leiksins. Einhver hefði haldið að Keflvíkingar myndu mæta brjálaðir til leiks í seinni hálfleik. En svo var ekki. Engar skiptingar. Ekki neitt. Keflavík tók ekki alvöru rispu í leiknum fyrir eftir tæpar 70 mínútur. Liðið náði nokkrum skotum að marki og hélt boltanum betur. Sá kafli entist aðeins í fimm mínútur. Eyjamenn voru sáttir með 2-0 stöðuna og biðu færis eftir þriðja markinu. Gunnar Heiðar brenndi af úr dauðafæri áður en þriðja markið kom og enn og aftur eftir fastleikatriði. Hafsteinn Briem, miðvörðurinn markheppni, skoraði úr frákasti eftir aukaspyrnu sem Sindri varði frá Jeffs. Leik lokið á 73. mínútu. Síðasti naglinn í kistu Keflvíkinga. Eyjaliðið spilaði vel í dag og sýndi mun meiri og betri sóknarleik en það gerði í öðrum fallslag gegn Víkingi á útivelli í síðustu umferð. Fremstu menn hjá ÍBV; Gunnar Heiðar og Bjarni Gunnarsson, voru mjög góðir sem og kantmennirnir Sito og Ian Jeffs. Það var ekki veikan hlekk á Eyjaliðinu að finna í dag. ÍBV hefur nú safnað sjö stigum af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum og er orðið ansi líklegt til að halda sæti sínu í deildinni. Mennirnir sem komu í glugganum halda áfram að standa sig; Sito var góður í dag en minna er talað um króatíska miðjumaninn Mario Brlecic sem hefur einnig verið öflugur í síðustu leikjum og var það aftur í dag. Keflvíkingar þurfa að vinna rest tili að halda sæti sínu í deildinni og vonast til að ÍBV og ÍA fái ekki stig til viðbótar. Keflavík þarf svo enn fimm stig til að verða ekki stigalega lélegasta lið tólf liða deildar frá upphafi.Hólmar: Lítill neisti í okkur miðað við hvað mikið var undir "Þetta var ekki nógu gott í dag eins og þetta hefur verið í flestum leikjum okkar í sumar," sagði dapur Hólmar Örn Rúnarsson, miðjumaður Keflavíkur, við Vísi eftir leikinn. Hólmar var mjög hreinskilinn varðandi frammistöðu liðsins og sagði sína menn ekkert eiga skilið í dag. "Við vorum ekki tilbúnir í þetta og þeir strax komnir í færi. Við fengum líka reyndar ágætis færi í fyrri hálfleik, en miðað við hvað mikið var undir fannst mér lítill neisti í okkur," sagði hann. "Þeir voru betri allan leikinn. Það er engin lygi. Við áttum smá kafla í seinni hálfleik þar sem ég hélt að við værum að ná tökum á þessu. En þá gáfum við aftur eftir og þeir urðu hættulegri." Að tapa sannfærandi, 3-0, í leik sem einfaldlega varð að vinnast endurspeglar í raun sumar Keflavíkur liðsins. "Við erum búnir að vera í veseni í allt sumar. Það var engin breyting á því í dag," sagði Hólmar Örn, en hvernig ætlar liðið að fara inn í lokaleikina þrátt fyrir að vera sama og fallið niður um deild? "Við munum berjast þar til yfir lýkur en auðvitað er þetta orðið helvíti svart. Við klárum þessa leiki almennilega og reynum að komast frá þessu með stolti," sagði Hólmar Örn Rúnarsson.Haukur: Allir þurfa að líta í eigin barm "Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason.Ásmundur: Þurftum að taka hlutina í gegn "Þetta er klárlega besta frammistaða liðsins síðan ég tók við," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leikinn. Eyjaliðið var ekki gott í síðasta leik gegn Víkingi þar sem það var þó óheppið að tapa, 1-0, með marki í uppbótartíma. "Við fórum vel yfir frammistöðuna í síðasta leik gegn Víkingi þar sem við vorum ekki ánægðir með það sem við vorum að gera. Þar vorum við undir á flestum sviðum," sagði Ásmundur. "Við þurftum að taka hlutina í gegn; bæði varnarskipulagið og ekki síst að halda boltanum betur innan liðsins. Við lögðum mesta áherslu á að halda boltanum betur í dag og það gekk fullkomlega upp." "Það sást hversu vel sóknarleikurinn gekk að við sköpuðum okkur færi til að skora mörk og hefðum getað skorað fleiri hér í dag. Ég er í heildina gríðarlega mjög ánægður með leikinn." Eyjamenn hafa stundum í sumar verið nokkuð andlausir þrátt fyrir að mikið væri undir, en hvað var öðruvísi í dag? "Menn voru bara tilbúnir í dag. Það var augljóst mál. Það býr mikið í þessu liði. Því miður hefur gengið verið upp og niður. Það vantar stöðugleika þannig það er verkefnið í síðustu fjórum leikjunum," sagði þjálfarinn sem leggur áherslu á að ÍBV sé ekki búið að bjarga sér frá falli. "Þetta er langt frá því að vera búið. Við gerum okkur allir grein fyrir því. Þetta verður barátta fram að síðasta leik. Það er ágætt að fara úr svoan sigurleik inn í landsleikjahléið en svo hefst baráttan bara aftur og það eru mikilvæg stig í pottinum," sagði Ásmundur Arnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira