Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Sjötti sigur FH í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 30. ágúst 2015 19:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán FH er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Víkingum í Kaplakrika í kvöld. Steven Lennon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. mínútu. Þetta var sjöunda deildarmark Skotans í sumar en hann gerði einnig sigurmarkið gegn Leikni í síðustu umferð. Þetta var sjötti sigur FH-inga í röð og þriðja leikinn í röð héldu þeir marki sínu hreinu. Hafnfirðingar líta afar vel út þessar vikurnar og eru liða líklegastir til að vinna Íslandsmeistaratitilinn eins og staðan er núna. Í kvöld þurftu þeir að hafa mikið fyrir hlutunum gegn góðu og vel skipulögðu Víkingsliði sem tapaði sínum fyrsta leik síðan 12. júní. Víkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig, sex stigum frá fallsæti svo þeir ættu að vera öruggir með sæti sitt í deildinni að ári. Ef ekki hefði verið fyrir mistök Alans Löwing þegar hann felldi Atla Guðnason innan vítateigs undir lok fyrri hálfleiks hefði leikáætlun Milosar Milojevic, þjálfara Víkinga, gengið nær fullkomlega upp. Gestirnir hófu leikinn með fimm manna vörn og stóðu af sér pressu FH-inga í upphafi, því sem næst vandræðalaust. Og fyrsta og besta færi fyrri hálfleiks féll þeim í skaut. Strax eftir 20 sekúnda leik töpuðu FH-ingar boltanum, Vladimir Tufegdzic brunaði upp völlinn og átti fínt skot sem Róbert Örn Óskarsson varði fyrir fæturna á Rolf Toft en Dananum tókst ekki að stýra boltanum á markið. Eftir um 15 mínútna leik skiptu Víkingar yfir í 4-3-3 en myndin af leiknum breyttist lítið við það. Víkingar vörðust áfram vel og áttu sóknarfæri sem þeir nýttu ekki nógu vel. FH-ingar áttu fjölda fyrirgjafa en gekk illa að opna Víkingsvörnina. Það var í sjálfu sér lítið í gangi þegar Löwing gaf vítið. FH-ingar þáðu þá gjöf með þökkum og Lennon skoraði af öryggi úr vítinu. Það munaði þó litlu að Víkingum tækist að jafna metin fyrir hálfleik. Fyrst átti Igor Taskovic þrumuskot í varnarvegginn eftir óbeina aukaspyrnu inni í vítateig FH. Boltinn fór aftur fyrir, Ívar Örn Jónsson tók hornspyrnuna og sendi boltann fyrir þar sem Kassim Doumbia, sem átti annars góðan leik, skallaði boltann í slána á eigin marki. FH-ingar komu ákveðnir til leiks eftir hléið og voru sterkari aðilinn framan af seinni hálfleik. Það hefur verið gegnumgangandi þema hjá liðinu í síðustu leikjum; Hafnfirðingar byrja seinni hálfleikinn jafnan vel og nægir að nefna leikina gegn Val og ÍA í því samhengi. Og heimamenn voru nálægt því að ganga frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Aðeins stórkostleg markvarsla Thomasar Nielsen kom í veg fyrir að Pétur Viðarsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar og Daninn varði aftur frábærlega þegar Atli Guðnason slapp í gegn eftir mistök Löwings sem var í byrjunarliði Víkings í fyrsta sinn síðan 26. júní og virkaði ryðgaður. Víkingar voru samt alltaf inni í leiknum og á 63. mínútu skaut Toft yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Tufegdzic. Þremur mínútum síðar munaði svo einungis millimetrum að Jérémy Serwy tvöfaldaði forskot FH-inga en aukaspyrna hans small í samskeytunum. Heimamenn voru með fín tök á leiknum næstu mínútur og smám saman dró af Víkingum. Davíð Þór Viðarsson var að venju frábær inni á miðjunni; tók slaginn við miðjumenn Víkings og skilaði boltanum vel frá sér. En þegar Víkingum virtust allar bjargir bannaðar fengu þeir úrvalsfæri til að jafna metin í formi aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig FH, mínútu fyrir leikslok. Varamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson tók spyrnuna en skaut í slána. Þar sluppu FH-ingar vel en þeir gerðu nóg til að vinna leikinn. Varnarleikurinn er annar og betri en hann var framan af tímabili þótt Víkingar hafi fengið góð tækifæri til að skora í kvöld. Niðurstaðan 1-0 sigur FH og það er erfitt að sjá eitthvað lið stöðva Hafnfirðinga úr þessu.Heimir: Þriggja manna vörnin kom okkur á óvart Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með sigurinn á Víkingi í kvöld en sagði jafnframt að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. "Við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Í fyrri hálfleik vorum við með yfirhöndina og sköpuðum okkur ágætis færi. Þeir fengu reyndar eitthvað líka," sagði Heimir. "En í seinni hálfleik lögðum við aðeins meiri áherslu á að halda skipulagi og verja markið okkar og það tókst. Við fengum góð færi eins og þeir enda Víkingur með frábært fótboltalið," sagði Heimir ennfremur. Hann viðurkenndi að það hefði verið erfitt að finna lausnir á varnarleik Víkings í kvöld. "Já, það gekk kannski nógu vel en mér fannst við skapa okkur nóg til að vinna leikinn." Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, byrjaði leikinn með þrjá miðverði en breytti síðan yfir í fjögurra manna vörn eftir um 15 mínútur. En kom það Heimi á óvart? "Já, það gerði það. En þeir breyttu því nú fljótlega," sagði Heimir. FH-ingar eru komnir með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir en bæði Breiðablik og KR gerðu jafntefli í kvöld. "Þetta er fínt eins og þetta er en við þurfum bara að halda áfram. Nú kemur landsleikjahlé og við þurfum bara að æfa vel og vera klárir á móti ÍBV í næsta leik," sagði Heimir að lokum.Milos: Vorum með plan A og B og jafnvel C Þrátt fyrir tapið fyrir FH í kvöld var Milos Milojevic, þjálfari Víkings, ánægður með frammistöðu sinna manna. "Mér fannst við ekki verri aðilinn og við áttum okkar færi. En þú þarft að nýta þau gegn jafn góðu liði og FH er. Þeir áttu aukaspyrnu á hættulegum stað og fengu eitt gefins færi frá okkur en heilt yfir spiluðum við fínan leik og það var margt jákvætt við frammistöðuna," sagði Milos eftir leikinn. "Við getum tekið margt jákvætt með okkur í næstu leiki en að sjálfsögðu vildum við fá betri úrslit í dag." Milos byrjaði leikinn með þrjá miðverði en breytti yfir í fjögurra manna vörn eftir um 15 mínútna leik. Hver var hugsunin með þessari breytingu? "Þetta var smá pæling hjá okkur og gekk í rauninni mjög vel nema að ég sá að miðjumennirnir okkar voru farnir að þreytast og ákvað bara að skipta yfir í hitt kerfið," sagði Milos sem sagði jafnframt að það hafi verið ákveðið að skipta aftur í fjögurra manna vörn, þótt tímasetningin hafi ekki verið negld niður fyrir leik. "Það var alltaf planið að skipta. Það þarf að koma liði eins og FH á óvart og mér fannst við eiga í fullu tré við þá í dag en það vantaði mark. "Við vorum með plan A og B og jafnvel C. Við vorum allan tímann inn í leiknum. Við nýttum bara ekki okkar færi. Ég man ekki betur en að við höfum fengið dauðafæri í fyrstu sókn. "Það hefði sett pressu á FH ef við hefðum skorað úr því færi en svona er þetta og óska þeim til hamningju með stigin þrjú," bætti Milos við en fannst honum vítaspyrnudómurinn vera réttur? "Dómarinn dæmdi og þá er þetta víti, engin spurning," sagði Milos að endingu.vísir/stefánvísir/stefánvísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
FH er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Víkingum í Kaplakrika í kvöld. Steven Lennon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. mínútu. Þetta var sjöunda deildarmark Skotans í sumar en hann gerði einnig sigurmarkið gegn Leikni í síðustu umferð. Þetta var sjötti sigur FH-inga í röð og þriðja leikinn í röð héldu þeir marki sínu hreinu. Hafnfirðingar líta afar vel út þessar vikurnar og eru liða líklegastir til að vinna Íslandsmeistaratitilinn eins og staðan er núna. Í kvöld þurftu þeir að hafa mikið fyrir hlutunum gegn góðu og vel skipulögðu Víkingsliði sem tapaði sínum fyrsta leik síðan 12. júní. Víkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig, sex stigum frá fallsæti svo þeir ættu að vera öruggir með sæti sitt í deildinni að ári. Ef ekki hefði verið fyrir mistök Alans Löwing þegar hann felldi Atla Guðnason innan vítateigs undir lok fyrri hálfleiks hefði leikáætlun Milosar Milojevic, þjálfara Víkinga, gengið nær fullkomlega upp. Gestirnir hófu leikinn með fimm manna vörn og stóðu af sér pressu FH-inga í upphafi, því sem næst vandræðalaust. Og fyrsta og besta færi fyrri hálfleiks féll þeim í skaut. Strax eftir 20 sekúnda leik töpuðu FH-ingar boltanum, Vladimir Tufegdzic brunaði upp völlinn og átti fínt skot sem Róbert Örn Óskarsson varði fyrir fæturna á Rolf Toft en Dananum tókst ekki að stýra boltanum á markið. Eftir um 15 mínútna leik skiptu Víkingar yfir í 4-3-3 en myndin af leiknum breyttist lítið við það. Víkingar vörðust áfram vel og áttu sóknarfæri sem þeir nýttu ekki nógu vel. FH-ingar áttu fjölda fyrirgjafa en gekk illa að opna Víkingsvörnina. Það var í sjálfu sér lítið í gangi þegar Löwing gaf vítið. FH-ingar þáðu þá gjöf með þökkum og Lennon skoraði af öryggi úr vítinu. Það munaði þó litlu að Víkingum tækist að jafna metin fyrir hálfleik. Fyrst átti Igor Taskovic þrumuskot í varnarvegginn eftir óbeina aukaspyrnu inni í vítateig FH. Boltinn fór aftur fyrir, Ívar Örn Jónsson tók hornspyrnuna og sendi boltann fyrir þar sem Kassim Doumbia, sem átti annars góðan leik, skallaði boltann í slána á eigin marki. FH-ingar komu ákveðnir til leiks eftir hléið og voru sterkari aðilinn framan af seinni hálfleik. Það hefur verið gegnumgangandi þema hjá liðinu í síðustu leikjum; Hafnfirðingar byrja seinni hálfleikinn jafnan vel og nægir að nefna leikina gegn Val og ÍA í því samhengi. Og heimamenn voru nálægt því að ganga frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Aðeins stórkostleg markvarsla Thomasar Nielsen kom í veg fyrir að Pétur Viðarsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar og Daninn varði aftur frábærlega þegar Atli Guðnason slapp í gegn eftir mistök Löwings sem var í byrjunarliði Víkings í fyrsta sinn síðan 26. júní og virkaði ryðgaður. Víkingar voru samt alltaf inni í leiknum og á 63. mínútu skaut Toft yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Tufegdzic. Þremur mínútum síðar munaði svo einungis millimetrum að Jérémy Serwy tvöfaldaði forskot FH-inga en aukaspyrna hans small í samskeytunum. Heimamenn voru með fín tök á leiknum næstu mínútur og smám saman dró af Víkingum. Davíð Þór Viðarsson var að venju frábær inni á miðjunni; tók slaginn við miðjumenn Víkings og skilaði boltanum vel frá sér. En þegar Víkingum virtust allar bjargir bannaðar fengu þeir úrvalsfæri til að jafna metin í formi aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig FH, mínútu fyrir leikslok. Varamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson tók spyrnuna en skaut í slána. Þar sluppu FH-ingar vel en þeir gerðu nóg til að vinna leikinn. Varnarleikurinn er annar og betri en hann var framan af tímabili þótt Víkingar hafi fengið góð tækifæri til að skora í kvöld. Niðurstaðan 1-0 sigur FH og það er erfitt að sjá eitthvað lið stöðva Hafnfirðinga úr þessu.Heimir: Þriggja manna vörnin kom okkur á óvart Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með sigurinn á Víkingi í kvöld en sagði jafnframt að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. "Við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Í fyrri hálfleik vorum við með yfirhöndina og sköpuðum okkur ágætis færi. Þeir fengu reyndar eitthvað líka," sagði Heimir. "En í seinni hálfleik lögðum við aðeins meiri áherslu á að halda skipulagi og verja markið okkar og það tókst. Við fengum góð færi eins og þeir enda Víkingur með frábært fótboltalið," sagði Heimir ennfremur. Hann viðurkenndi að það hefði verið erfitt að finna lausnir á varnarleik Víkings í kvöld. "Já, það gekk kannski nógu vel en mér fannst við skapa okkur nóg til að vinna leikinn." Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, byrjaði leikinn með þrjá miðverði en breytti síðan yfir í fjögurra manna vörn eftir um 15 mínútur. En kom það Heimi á óvart? "Já, það gerði það. En þeir breyttu því nú fljótlega," sagði Heimir. FH-ingar eru komnir með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir en bæði Breiðablik og KR gerðu jafntefli í kvöld. "Þetta er fínt eins og þetta er en við þurfum bara að halda áfram. Nú kemur landsleikjahlé og við þurfum bara að æfa vel og vera klárir á móti ÍBV í næsta leik," sagði Heimir að lokum.Milos: Vorum með plan A og B og jafnvel C Þrátt fyrir tapið fyrir FH í kvöld var Milos Milojevic, þjálfari Víkings, ánægður með frammistöðu sinna manna. "Mér fannst við ekki verri aðilinn og við áttum okkar færi. En þú þarft að nýta þau gegn jafn góðu liði og FH er. Þeir áttu aukaspyrnu á hættulegum stað og fengu eitt gefins færi frá okkur en heilt yfir spiluðum við fínan leik og það var margt jákvætt við frammistöðuna," sagði Milos eftir leikinn. "Við getum tekið margt jákvætt með okkur í næstu leiki en að sjálfsögðu vildum við fá betri úrslit í dag." Milos byrjaði leikinn með þrjá miðverði en breytti yfir í fjögurra manna vörn eftir um 15 mínútna leik. Hver var hugsunin með þessari breytingu? "Þetta var smá pæling hjá okkur og gekk í rauninni mjög vel nema að ég sá að miðjumennirnir okkar voru farnir að þreytast og ákvað bara að skipta yfir í hitt kerfið," sagði Milos sem sagði jafnframt að það hafi verið ákveðið að skipta aftur í fjögurra manna vörn, þótt tímasetningin hafi ekki verið negld niður fyrir leik. "Það var alltaf planið að skipta. Það þarf að koma liði eins og FH á óvart og mér fannst við eiga í fullu tré við þá í dag en það vantaði mark. "Við vorum með plan A og B og jafnvel C. Við vorum allan tímann inn í leiknum. Við nýttum bara ekki okkar færi. Ég man ekki betur en að við höfum fengið dauðafæri í fyrstu sókn. "Það hefði sett pressu á FH ef við hefðum skorað úr því færi en svona er þetta og óska þeim til hamningju með stigin þrjú," bætti Milos við en fannst honum vítaspyrnudómurinn vera réttur? "Dómarinn dæmdi og þá er þetta víti, engin spurning," sagði Milos að endingu.vísir/stefánvísir/stefánvísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira