Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi. Flóttamenn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi.
Flóttamenn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira