Íslenski boltinn

Breytingarnar kosta Valsmenn 150 milljónir króna

Menn slá ekki slöku við á Vodafone-vellinum þessa dagana þar sem verið er að leggja gervigras á völlinn.

Búið er að rífa grasið af vellinum og nú er verið leggja hitalagnir á völlinn. Ofan á það mun gervigrasið svo koma.

Ríkharð Óskar Guðnason hitti Jóhann Helgason, framkvæmdastjóra Vals, og spurði hann út í breytingarnar.

Í spjalli þeirra kemur meðal annars fram að Valsmenn ætli sér að setja upp flóðljós við völlinn svo hægt verði að nota hann langt fram á kvöld.

Einnig segir Jóhann að framkvæmdirnar muni kosta í kringum 150 milljónir króna.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×