Uppbótartíminn: Valsmenn kvöddu titilbaráttuna | Myndbönd 11. ágúst 2015 11:00 Blikar fagna sigurmarki Jonathan Glenn á móti Val. Vísir/Anton Brink Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í stórleik umferðarinnar og þriðja tap Valsmanna í röð þýðir að þeir hafa sagt bless við titilbaráttuna í sumar. FH-ingar halda þriggja stiga forskoti á KR en bæði lið unni sína leiki, FH 3-2 upp á Skaga og KR 2-0 á heimavelli á móti Fylkismönnum sem töpuðu þar fyrsta útileiksumarsins. Eyjamenn sendu Leiknismenn aftur niður í fallsæti með sigri í Efra-Breiðholtinu og Keflvíkingar náðu loksins í stig í 1-1 jafntefli á móti Fjölni. Þá skildu Stjarnan og Víkingur jöfn. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Leiknir 0-2 ÍBVStjarnan 1-1 VíkingurValur 0-1 BreiðablikÍA 2-3 FHKeflavík 1-1 FjölnirKR 2-0 FylkirVísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... Ásmund Arnarsson, þjálfara ÍBV Eyjamenn voru búnir að tapa þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar og þessi sigur var langþráður fyrir ÍBV-liðið í harðri fallbaráttu Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn unnu þarna ekki bara fyrsta sigurinn undir stjórn Ásmundar heldur var þetta einnig fyrsti útisigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurinn kom þeim líka upp fyrir Leikni og upp úr fallsæti.... Jonathan Glenn, framherja Breiðabliks Jonathan Glenn tryggði Blikum gríðarlega mikilvægan sigur á Val, sigur sem hélt þeim inn í toppbaráttunni. Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í byrjunarliðinu og Blikar hafa unnið þá báða. Liðsfélagarnir hafa reyndar stundað það að skjóta í hann og inn í þessum leikjum en í báðum leikjum hafa mörk Glenn komið Blikum í 1-0 sem er gríðarlega mikilvægt fyrir lið sem fær varla mark á sig.... Atla Viðar Björnsson, framherja FH Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er loksins búinn að átta sig að Atli Viðar Björnsson er rétti maðurinn í framlínu FH-liðsins og hundrað marka maðurinn hefur eins og oft áður mætt á tánum þegar Heimir kallar. Atli Viðar hefur nú skorað í þremur leikjum í röð og án þessara fjögurra marka hefði FH-liðið fengið sjö stigum færra í þessum þremur leikjum. Fjögur mörk Atla Viðars þýða hinsvegar að FH er með þriggja stiga forskot á toppnum.Vísir/Anton BrinkErfið umferð fyrir ...... Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals Valsmenn töpuðu þriðja leiknum sínum í röð og eru út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur aðeins skorað eitt mark í þessum þremur leikjum og virðist hreinlega fyrirmunað að skora þessa dagana. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu líka landsliðs-Ólaf í viðtal eftir leik, þurr á manninn og stuttur í svörum, skiljanlega pirraðan eftir enn eitt nauma tapið. Staðan er ekki alltof björt fyrir bikarúrslitaleikinn um næstu helgi því auk slæms gengis hafa lykilmenn Valsliðsins hafa verið að detta út í meiðsli.... sóknarmenn Leiknismanna Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknisliðsins, taldi sautján marktækifæri hafa farið forgörðum þegar Leiknisliðið stóð uppi stigalaust eftir fallbaráttuslag á móti Eyjamönnum. Miðvörður Leiknisliðsins er sá eini sem hefur skorað í síðustu fjórum leikjum liðsins. Leiknir hefur unnið þrjá leiki í sumar og alltaf tapað næsta leik á eftir. Tapið á móti ÍBV þýðir að Leiknismenn sitja aftur í fallsæti deildarinnar og hafa aðeins náð í 5 af 18 stigum í boði í sumar á móti liðunum fjórum sem eru með þeim í fallbaráttunni. ... Evrópudrauma Fjölnismanna Fjölnir fékk dauðafæri til að komast upp í fjórða sætið þökk sé þriðja tapi Valsmanna í röð en Fjölnismönnum tókst ekki að vinna botnlið Keflavíkur sem hafði ekki náð í stig á heimavelli síðan í byrjun júní. Ætli Fjölnismenn að koma sér til Evrópu þá þurfa þeir að klára svona leiki sérstaklega þegar þeir komast í 1-0.... pirraða Stjörnumenn Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir fyrsta heimasigri sumarsins í Pepsi-deildinni og urðu að sætta sig við jafntefli á móti Víkingum þar sem Garðbæingar fengu fleiri rauð spjöld (2) en stig. Stjarnan hefur aðeins náð í 7 stig af 24 mögulegum á Samsungvellinum í sumar.Vísir/Anton Brink Tölfræðin og sagan: * Jonathan Glenn skoraði bæði sem Eyjamaður og Bliki á móti Val í Pepsi-deildinni í sumar. * Markatala Breiðabliks í fyrri hálfleik í síðustu 13 Pepsi-deildar leikjum er 10-0. * Blikar eru búnir að vinna tveimur af þremur 1-0 sigrinum sínum í Pepsi-deildinni í sumar á móti Val. * Albert Brynjar Ingason er sá eini sem hefur skorað hjá Gunnleifi Gunnleifssyni í Pepsi-deildinni síðan í júní. * Atli Viðar Björnsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjum þar sem hann hefur verið í byrjunarliði FH í Pepsi-deildinni í sumar. * FH hefur ekki tapað stigi í útileik í Pepsi-deildinni síðan í jafntefli á móti Stjörnunni 26. maí. * FH hefur skorað 21 mark í síðustu 4 úrvalsdeildarleikjum sínum upp á Akranesi eða 5,3 mörk í leik. * Fyrsti heimasigur KR í Pepsi-deildinni síðan að liðið vann Leikni 28. júní. * Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skorað í 3 af síðustu 4 sigurleikjum KR í Pepsi-deildinni. * KR-liðið skoraði jafnmörk mörk í sigrinum á Fylki (2) og í þremur heimaleikjum sínum þar á undan (2). * Hermann Hreiðarsson hefur tapað öllum 3 leikjum sínum á móti KR sem þjálfari í Pepsi-deildinni og markatalan er -6 (1-7) * KR-liðið hefur haldið marki sínu hreinu í 6 af síðustu 7 heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni. * Leiknir hefur alltaf tapað næsta deildarleik eftir sigur í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan í þeim 3 leikjum er -5 (2-7). * Eyjamenn voru fyrir leikinn búnir að spila 11 útileiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að vinna. * Fjórði heimaleikurinn í Pepsi-deildinni í sumar þar sem Leiknisliðið fær hvorki stig né skorar mark. * Leiknisliðið skoraði 10 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur aðeins skorað 4 mörk í síðustu 9 leikjum sínum. * Stærsta tap Leiknismanna í Pepsi-deildinni í 55 daga eða síðan á móti Fjölni í Grafarvoginum 15. júní. * Abel Dhaira er búinn að halda marki ÍBV hreinu í 5 af 7 leikjum sínum í deild (2 af 3) og bikar (3 af 4) í sumar. * Þórhallur Kári Knútsson er sá eini sem hefur skorað fyrir Stjörnuna á síðustu 235 mínútum liðsins í Pepsi-deildinni. * Víkingar töpuðu ekki leik í fyrstu fjórum umferðum fyrri umferðar og fyrstu fjórum umferðum seinni umferðar. * Vladimir Tufegdzic hefur komið tvisvar inná sem varamaður og komið að 6 mörkum Víkings á 58 mínútum í þessum tveimur leikjum (2 mörk, 3 stoðsendingar, 1 skot sem var fylgt eftir). * Stjarnan hefur fengið á sig mark á 75. til 83. mínútu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í fimm leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (3 sigrar, 2 jafntefli).Vísir/ErnirSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsungvellinum: „Præst röltir rólega út af og starir á stuðningsmenn Víkings sem baula á hann allan tímann.“ Eftir að Michael Præst fékk beint rautt spjaldIngvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum: „Af hverju er þessi maður ekki alltaf í byrjunarliðinu!!! Kominn með fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum.“ Eftir að Atli Viðar Björnsson skoraði sitt annað mark á móti ÍA.Árni Jóhannsson á Nettóvellinum: „Þarna var þjálfari heimamanna heppinn. Jóhann Birnir tæklaði með sólann á lofti, fékk dæmda á sig aukaspyrnu en ekkert spjald fór á loft. Þjálfarabónus?“ Eftir tæklingu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum: „Fá færi en mikil barátta. Mikið brotið og mikið flautað, bæði lið og allir í stúkunni brjálaðir út í dómarann.“ Eftir fyrri hálfleikinn.Kristinn Páll Teitsson á Leiknisvellinum: „Úff, þetta leit illa út. Jose Enrique, markaskorari ÍBV, fer með olnbogann í Brynjar Þór. Úr blaðamannastúkunni leit þetta út sem viljaverk.“ Eftir að Jose Enrique lét Brynjar Þór Hlöðversson finna fyrir sér.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jose Enrique, ÍBV - 8 Atli Viðar Björnsson, FH - 8 Böðvar Böðvarsson, FH - 8 Jérémy Serwy, FH - 8 Danny Schreurs, Leikni - 3 Sören Fredriksen, KR - 3Bestu menn leikjanna í umferðinni: Jose Enrique, ÍBV Hallgrímur Mar Steingrímsson, Víkingi Atli Viðar Björnsson, FH Frans Elvarsson, Keflavík Damir Muminovic, Breiðabliki Pálmi Rafn Pálmason, KRUmræðan #pepsi365 Vá hvað Kristján Guðmunds kemur vel inn í þetta #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) August 10, 2015Frábær þáttur Pepsímörkin í kvöld, en ég verð að setja út á jakkaval Kristján Guðmundsonar #pepsi365#fotboltinet — Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) August 10, 2015Nokkrir Pepsi leikmenn sáust rúllandi fullir á Palla balli á Gay Pride um helgina. Voru allir mjög lélegir í kvöld #fotboltinet#Pepsi365 — Hlynur Ólafsson (@HlynurOlafs) August 10, 2015Glenn fékk hann í kassann í síðasta leik og núna í pönnuna. Ekki fagurt en telur. #IðnaðarGlenn#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) August 10, 2015Verðlaun fyrir leikmann 14. umferðar á leið til Keflavíkur með strætó. Samt til Fjölnismanns #pepsi365pic.twitter.com/QLAQwOw4A5 — Árni Jóhannsson (@arnijo) August 10, 2015Kristján Guðmunds rokkar bara bomberjacket í fyrsta þætti. #tiskan#pepsi365 — Viktor Bjarki (@vikko14) August 10, 2015Það eina jákvæða við þetta tímabil er að heyra svekkelsis whiskeyröddina hans Rúnars Páls þegar Stjarnan drullar #pepsi365#fotbolti — O. G. Bauer (@oddurbauer) August 10, 2015Samfésballið var að hringja - vilja jakkann sem Kristján tók úr óskilamunum eftir síðasta ball #PönkaraJakkinn#pepsi365 — Maggi Peran (@maggiperan) August 10, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í stórleik umferðarinnar og þriðja tap Valsmanna í röð þýðir að þeir hafa sagt bless við titilbaráttuna í sumar. FH-ingar halda þriggja stiga forskoti á KR en bæði lið unni sína leiki, FH 3-2 upp á Skaga og KR 2-0 á heimavelli á móti Fylkismönnum sem töpuðu þar fyrsta útileiksumarsins. Eyjamenn sendu Leiknismenn aftur niður í fallsæti með sigri í Efra-Breiðholtinu og Keflvíkingar náðu loksins í stig í 1-1 jafntefli á móti Fjölni. Þá skildu Stjarnan og Víkingur jöfn. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Leiknir 0-2 ÍBVStjarnan 1-1 VíkingurValur 0-1 BreiðablikÍA 2-3 FHKeflavík 1-1 FjölnirKR 2-0 FylkirVísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... Ásmund Arnarsson, þjálfara ÍBV Eyjamenn voru búnir að tapa þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar og þessi sigur var langþráður fyrir ÍBV-liðið í harðri fallbaráttu Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn unnu þarna ekki bara fyrsta sigurinn undir stjórn Ásmundar heldur var þetta einnig fyrsti útisigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurinn kom þeim líka upp fyrir Leikni og upp úr fallsæti.... Jonathan Glenn, framherja Breiðabliks Jonathan Glenn tryggði Blikum gríðarlega mikilvægan sigur á Val, sigur sem hélt þeim inn í toppbaráttunni. Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í byrjunarliðinu og Blikar hafa unnið þá báða. Liðsfélagarnir hafa reyndar stundað það að skjóta í hann og inn í þessum leikjum en í báðum leikjum hafa mörk Glenn komið Blikum í 1-0 sem er gríðarlega mikilvægt fyrir lið sem fær varla mark á sig.... Atla Viðar Björnsson, framherja FH Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er loksins búinn að átta sig að Atli Viðar Björnsson er rétti maðurinn í framlínu FH-liðsins og hundrað marka maðurinn hefur eins og oft áður mætt á tánum þegar Heimir kallar. Atli Viðar hefur nú skorað í þremur leikjum í röð og án þessara fjögurra marka hefði FH-liðið fengið sjö stigum færra í þessum þremur leikjum. Fjögur mörk Atla Viðars þýða hinsvegar að FH er með þriggja stiga forskot á toppnum.Vísir/Anton BrinkErfið umferð fyrir ...... Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals Valsmenn töpuðu þriðja leiknum sínum í röð og eru út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur aðeins skorað eitt mark í þessum þremur leikjum og virðist hreinlega fyrirmunað að skora þessa dagana. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu líka landsliðs-Ólaf í viðtal eftir leik, þurr á manninn og stuttur í svörum, skiljanlega pirraðan eftir enn eitt nauma tapið. Staðan er ekki alltof björt fyrir bikarúrslitaleikinn um næstu helgi því auk slæms gengis hafa lykilmenn Valsliðsins hafa verið að detta út í meiðsli.... sóknarmenn Leiknismanna Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknisliðsins, taldi sautján marktækifæri hafa farið forgörðum þegar Leiknisliðið stóð uppi stigalaust eftir fallbaráttuslag á móti Eyjamönnum. Miðvörður Leiknisliðsins er sá eini sem hefur skorað í síðustu fjórum leikjum liðsins. Leiknir hefur unnið þrjá leiki í sumar og alltaf tapað næsta leik á eftir. Tapið á móti ÍBV þýðir að Leiknismenn sitja aftur í fallsæti deildarinnar og hafa aðeins náð í 5 af 18 stigum í boði í sumar á móti liðunum fjórum sem eru með þeim í fallbaráttunni. ... Evrópudrauma Fjölnismanna Fjölnir fékk dauðafæri til að komast upp í fjórða sætið þökk sé þriðja tapi Valsmanna í röð en Fjölnismönnum tókst ekki að vinna botnlið Keflavíkur sem hafði ekki náð í stig á heimavelli síðan í byrjun júní. Ætli Fjölnismenn að koma sér til Evrópu þá þurfa þeir að klára svona leiki sérstaklega þegar þeir komast í 1-0.... pirraða Stjörnumenn Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir fyrsta heimasigri sumarsins í Pepsi-deildinni og urðu að sætta sig við jafntefli á móti Víkingum þar sem Garðbæingar fengu fleiri rauð spjöld (2) en stig. Stjarnan hefur aðeins náð í 7 stig af 24 mögulegum á Samsungvellinum í sumar.Vísir/Anton Brink Tölfræðin og sagan: * Jonathan Glenn skoraði bæði sem Eyjamaður og Bliki á móti Val í Pepsi-deildinni í sumar. * Markatala Breiðabliks í fyrri hálfleik í síðustu 13 Pepsi-deildar leikjum er 10-0. * Blikar eru búnir að vinna tveimur af þremur 1-0 sigrinum sínum í Pepsi-deildinni í sumar á móti Val. * Albert Brynjar Ingason er sá eini sem hefur skorað hjá Gunnleifi Gunnleifssyni í Pepsi-deildinni síðan í júní. * Atli Viðar Björnsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjum þar sem hann hefur verið í byrjunarliði FH í Pepsi-deildinni í sumar. * FH hefur ekki tapað stigi í útileik í Pepsi-deildinni síðan í jafntefli á móti Stjörnunni 26. maí. * FH hefur skorað 21 mark í síðustu 4 úrvalsdeildarleikjum sínum upp á Akranesi eða 5,3 mörk í leik. * Fyrsti heimasigur KR í Pepsi-deildinni síðan að liðið vann Leikni 28. júní. * Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skorað í 3 af síðustu 4 sigurleikjum KR í Pepsi-deildinni. * KR-liðið skoraði jafnmörk mörk í sigrinum á Fylki (2) og í þremur heimaleikjum sínum þar á undan (2). * Hermann Hreiðarsson hefur tapað öllum 3 leikjum sínum á móti KR sem þjálfari í Pepsi-deildinni og markatalan er -6 (1-7) * KR-liðið hefur haldið marki sínu hreinu í 6 af síðustu 7 heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni. * Leiknir hefur alltaf tapað næsta deildarleik eftir sigur í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan í þeim 3 leikjum er -5 (2-7). * Eyjamenn voru fyrir leikinn búnir að spila 11 útileiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að vinna. * Fjórði heimaleikurinn í Pepsi-deildinni í sumar þar sem Leiknisliðið fær hvorki stig né skorar mark. * Leiknisliðið skoraði 10 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur aðeins skorað 4 mörk í síðustu 9 leikjum sínum. * Stærsta tap Leiknismanna í Pepsi-deildinni í 55 daga eða síðan á móti Fjölni í Grafarvoginum 15. júní. * Abel Dhaira er búinn að halda marki ÍBV hreinu í 5 af 7 leikjum sínum í deild (2 af 3) og bikar (3 af 4) í sumar. * Þórhallur Kári Knútsson er sá eini sem hefur skorað fyrir Stjörnuna á síðustu 235 mínútum liðsins í Pepsi-deildinni. * Víkingar töpuðu ekki leik í fyrstu fjórum umferðum fyrri umferðar og fyrstu fjórum umferðum seinni umferðar. * Vladimir Tufegdzic hefur komið tvisvar inná sem varamaður og komið að 6 mörkum Víkings á 58 mínútum í þessum tveimur leikjum (2 mörk, 3 stoðsendingar, 1 skot sem var fylgt eftir). * Stjarnan hefur fengið á sig mark á 75. til 83. mínútu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í fimm leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (3 sigrar, 2 jafntefli).Vísir/ErnirSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsungvellinum: „Præst röltir rólega út af og starir á stuðningsmenn Víkings sem baula á hann allan tímann.“ Eftir að Michael Præst fékk beint rautt spjaldIngvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum: „Af hverju er þessi maður ekki alltaf í byrjunarliðinu!!! Kominn með fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum.“ Eftir að Atli Viðar Björnsson skoraði sitt annað mark á móti ÍA.Árni Jóhannsson á Nettóvellinum: „Þarna var þjálfari heimamanna heppinn. Jóhann Birnir tæklaði með sólann á lofti, fékk dæmda á sig aukaspyrnu en ekkert spjald fór á loft. Þjálfarabónus?“ Eftir tæklingu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum: „Fá færi en mikil barátta. Mikið brotið og mikið flautað, bæði lið og allir í stúkunni brjálaðir út í dómarann.“ Eftir fyrri hálfleikinn.Kristinn Páll Teitsson á Leiknisvellinum: „Úff, þetta leit illa út. Jose Enrique, markaskorari ÍBV, fer með olnbogann í Brynjar Þór. Úr blaðamannastúkunni leit þetta út sem viljaverk.“ Eftir að Jose Enrique lét Brynjar Þór Hlöðversson finna fyrir sér.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jose Enrique, ÍBV - 8 Atli Viðar Björnsson, FH - 8 Böðvar Böðvarsson, FH - 8 Jérémy Serwy, FH - 8 Danny Schreurs, Leikni - 3 Sören Fredriksen, KR - 3Bestu menn leikjanna í umferðinni: Jose Enrique, ÍBV Hallgrímur Mar Steingrímsson, Víkingi Atli Viðar Björnsson, FH Frans Elvarsson, Keflavík Damir Muminovic, Breiðabliki Pálmi Rafn Pálmason, KRUmræðan #pepsi365 Vá hvað Kristján Guðmunds kemur vel inn í þetta #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) August 10, 2015Frábær þáttur Pepsímörkin í kvöld, en ég verð að setja út á jakkaval Kristján Guðmundsonar #pepsi365#fotboltinet — Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) August 10, 2015Nokkrir Pepsi leikmenn sáust rúllandi fullir á Palla balli á Gay Pride um helgina. Voru allir mjög lélegir í kvöld #fotboltinet#Pepsi365 — Hlynur Ólafsson (@HlynurOlafs) August 10, 2015Glenn fékk hann í kassann í síðasta leik og núna í pönnuna. Ekki fagurt en telur. #IðnaðarGlenn#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) August 10, 2015Verðlaun fyrir leikmann 14. umferðar á leið til Keflavíkur með strætó. Samt til Fjölnismanns #pepsi365pic.twitter.com/QLAQwOw4A5 — Árni Jóhannsson (@arnijo) August 10, 2015Kristján Guðmunds rokkar bara bomberjacket í fyrsta þætti. #tiskan#pepsi365 — Viktor Bjarki (@vikko14) August 10, 2015Það eina jákvæða við þetta tímabil er að heyra svekkelsis whiskeyröddina hans Rúnars Páls þegar Stjarnan drullar #pepsi365#fotbolti — O. G. Bauer (@oddurbauer) August 10, 2015Samfésballið var að hringja - vilja jakkann sem Kristján tók úr óskilamunum eftir síðasta ball #PönkaraJakkinn#pepsi365 — Maggi Peran (@maggiperan) August 10, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira