Þórir Ólafsson verður sérstakur ráðgjafi Selfyssinga Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. ágúst 2015 14:45 Þórir með Stefáni Árnasyni, þjálfara Meistaraflokks og Grími Hergeirssyni, aðstoðarþjálfara. Mynd/Aðsend Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari. Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari.
Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira