Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 11:15 Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Sem kunnugt er mætast Reykjavíkurstórveldin KR og Valur í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem þessi lið mætast í bikarúrslitum. Það gerðist fyrst árið 1966 þegar KR vann 1-0 með marki Ársæls Kjartanssonar. Liðin mættust aftur 24 árum síðar en 240 mínútur og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Bjarni Sigurðsson átti hvað stærstan þátt í sigri Valsmanna en hann varði frábærlega í báðum leikjum og varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítaspyrnukeppninni í seinni leiknum.Vítaspyrnukeppnina má sjá í spilaranum hér að ofan.Gunnar Oddsson og Anthony Karl Gregory berjast um boltann.mynd/brynjar gautiKR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri leiknum sem fór fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst 1990. KR sótti meira og landsliðsfyrirliðinn og fyrrverandi Valsarinn Atli Eðvaldsson var nálægt því að skora þegar hann skallaði í slá. Skömmu síðar kom Rúnar Kristinsson KR-ingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem Ragnar Margeirsson fiskaði. Rúnar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum 1994, þar sem KR vann 2-0 sigur á Grindavík og tryggði sér þar með sinn fyrsta stóra titil í 26 ár. KR-ingum hefndist fyrir að nýta ekki færin því á 74. mínútu jafnaði Þórður Birgir Bogason metin fyrir Val sem lék án fyrirliða síns, Sævars Jónssonar, sem var í leikbanni. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fengu KR-ingar færin, sem féllu flest í skaut varamannsins Björns Rafnssonar, en þeir fundu sem fyrr ekki leiðina framhjá Bjarna sem var í miklu stuði.Valsmenn urðu bikarmeistarar þrjú ár í röð, frá 1990 til 1992.mynd/brynjar gautiSeinni leikurinn, sem fór fram þremur dögum seinna, var rólegri en KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn. Varnarleikur Vals styrktist með innkomu Sævars en þrátt fyrir það fengu Vesturbæingar góð tækifæri til að vinna leikinn. En Bjarni hélt áfram að verja og svo fór að engin mörk voru skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Um miðjan seinni hálfleik kom upp sérstök staða þegar Þorvarður Björnsson, dómari leiksins, meiddist og þurfti að fara af velli. Línuvörðurinn Guðmundur Stefán Maríasson tók við flautunni af Þorvarði og varadómarinn Pjetur Sigurðsson tók stöðu Guðmundar á línunni. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum sínum í vítakeppninni en Bjarni varði frá Birni í fjórðu spyrnu KR-inga. En Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, lék sama leik þegar hann varði frá Snævari Hreinssyni í sömu umferð. Atli skoraði því næst fyrir KR en Gunnar Már Másson jafnaði í 4-4 og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar byrjaði Bjarni á því að verja frá Gunnari Skúlasyni og kom Valsmönnum þar með í kjörstöðu. Sigurjón Kristjánsson átti mögulega að tryggja Val sigurinn með því að skora úr næstu spyrnu sem og hann gerði. Valsmenn fögnuðu vel og innilega í myrkrinu á Laugardalsvellinum en ekki var búið að setja upp fljóðljós á þjóðarleikvanginum á þessum tíma.Það var kolniðamyrkur á Laugardalsvellinum 29. ágúst 1990.mynd/brynjar gautiÞetta var sjötti bikarmeistaratitill Vals en tveir til viðbótar bættust við á næstu tveimur árum. Ingi Björn Albertsson var þjálfari Vals öll árin en hann var einnig bikarmeistari sem leikmaður í þrígang (1974, 1976 og 1977). KR-ingar sátu eftir með sárt ennið, ekki einungis í bikarkeppninni, heldur einnig í 1. deildinni þar sem liðið tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Fram á markatölu.Vítaspyrnukeppnin gekk þannig fyrir sig: Pétur Pétursson - 1-0 fyrir KR Sævar Jónsson - 1-1 Ragnar Margeirsson - 2-1 Steinar Adolfsson - 2-2 Sigurður Björgvinsson - 3-2 Anthony Karl Gregory - 3-3 Björn Rafnsson - Bjarni ver Snævar Hreinsson - Ólafur ver Atli Eðvaldsson - 4-3 Gunnar Már Másson - 4-4 Gunnar Skúlason - Bjarni ver Sigurjón Kristjánsson - 4-5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira