Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson og Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvellinum skrifar 15. ágúst 2015 00:01 Valur er bikarmeistari í tíunda sinn í karlaflokki eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í KR í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Sigur Valsmanna var afar sannfærandi en KR-ingar sem höfðu titil að verja í leiknum fengu vart færi í leiknum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir frá leiknum sem og fagnaðarlátum Valsmanna í myndaalbúminu hér fyrir ofan sem og hér fyrir neðan. Var þetta aðeins í þriðja sinn sem þessi Reykjavíkurstórveldi mætast í úrslitum bikarsins þrátt fyrir að vera sigursælustu lið keppninnar. Höfðu KR-ingar hampað titlinum fjórtán sinnum fyrir leik dagsins en Valsmenn níu sinnum. Vann Valur í vítaspyrnukeppni síðast þegar liðin mættust í úrslitum bikarsins fyrir 25 árum síðan. Það var mikið rætt um hvort ýmsir leikmenn liðanna yrðu klárir í slaginn fyrir leikinn. Patrick Pedersen, Haukur Páll Sigurðsson og Ingvar Þór Kale í liði Vals og Hólmbert Aron Friðjónsson í liði KR áttu allir við meiðsli að stríða en allir fjórir leikmennirnir voru í byrjunarliði í dag. KR gerði eina breytingu á liði sínu frá 2-0 sigri á Fylki á mánudaginn en Almarr Ormarsson kom inn í byrjunarliðið í stað hins danska Sören Frederiksen. Þá gerðu Valsmenn tvær breytingar á liði sínu, Ingvar Þór Patrick Pedersen komu inn fyrir Anton Ara Einarsson og Emil Atlason. KR-ingar pressuðu hátt upp á völlinn strax frá fyrstu mínútu leiksins en tókst ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn Valsmanna. Var ekki að sjá að átta leikmenn Vals voru að leika í fyrsta sinn í bikarúrslitum en níu byrjunarliðsleikmenn KR höfðu áður leikið í bikarúrslitum. Valsmenn fengu bestu færi fyrri hálfleiksins en þau féllu í skaut miðjumanna liðsins, Hauks Páls, Mathias Schile og Kristins Freys Sigurðssonar. Haukur Páll og Mathias gátu gert betur þegar boltinn datt fyrir þá í vítateignum en Stefán Logi varð vel frá Hauki á meðan danski miðjumaðurinn setti boltann yfir. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk síðan Kristinn Freyr þegar Sigurður Egill sendi boltann inn fyrir vörn KR þar sem Kristinn var einn á auðum sjó en Stefán Logi varði glæsilega frá Kristni. Hættulegasta tilraun KR-inga í hálfleiknum var þegar Jónas Guðni Sævarsson, varnarsinnaði miðjumaður liðsins, átti skot af þrjátíu metrum sem fór rétt yfir. Tókst hvorugu liðinu að komast á blað í fyrri hálfleik og var því markalaust í hálfleik.Valsliðið hélt áfram að skapa sér mun betri færi í seinni hálfleik og breytti engu til að KR gerði breytingu á liði sínu þegar Gary Martin kom inn á fyrir Hólmbert Aron. Kristinn Ingi fékk sannkallað dauðafæri um miðbik seinni hálfleiksins en honum, líkt og nafna sínum, tókst ekki að koma boltanum í netið. Átti þá Sigurður Egill Lárusson fyrirgjöf á Kristinn sem var einn á auðum sjó en setti boltann yfir af um meters færi. Var það því sanngjarnt þegar Valsmenn komust yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar reynslumesti leikmaður liðsins, Bjarni Ólafur Eiríksson, stangaði boltann í netið af stuttu færi. Eftir ágæta sókn Valsmanna fengu þeir hornspyrnu sem Sigurður Egill tók og fann hann bakvörðinn einan á auðum sjó í vítateig KR-inga og stangaði Bjarni Ólafur hornspyrnu Kristins Freys af stuttu færi í þaknetið. Eftir markið reyndi KR að færa sig framar á völlinn en eins og í fyrri leik liðanna gekk KR-ingum ekkert að skapa sér færi gegn ógnarsterku miðvarðapari Valsmanna, Orra Sigurði Ómarssyni og Thomasi Christensen. Þá voru Haukur Páll og Schlie eins og klettar fyrir framan þá og stöðvuðu margar efnilegar sóknir KR-inga.Kristinn Ingi gerði út um leikinn þegar tæplega fjórar mínútur voru til leiksloka þegar Bjarni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn KR-inga og þar var Kristinn Ingi einn á auðum sjó, lék á Stefán Loga í marki KR, og renndi boltanum í autt netið. Eftir mark Kristins var aldrei spurning hver úrslitin yrðu í dag og léku Valsmenn afar vel út síðustu mínútur leiksins og gáfu fá færi á sér áður en Erlendur Eiríksson, góður dómari leiksins, flautaði af. Tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna er því staðreynd, tíu árum eftir síðasta bikarmeistaratitil og fyrsti titill Valsmanna í átta ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2007.Valsmenn fagna marki Bjarna Ólafs.vísir/antonPatrick: Fékk sprautu rétt fyrir leikinn Um fátt var meira um rætt í aðdraganda bikarúrslitaleiks Vals og KR en meiðsli Patricks Pedersen. Daninn missti af tveimur af síðustu þremur deildarleikjum Vals en spilaði í dag og átti frábæran leik. Hann haltraði um í fagnaðarlátum Vals en sársaukinn var þess virði. "Ég er mjög ánægður. Við spiluðum vel í dag," sagði Patrick í samtali við Vísi eftir leik. "Fyrri hálfleikur var jafn en við vorum sterkari aðilinn í þeim seinni, pressuðum þá vel og fengum nóg af færum." Patrick hefur verið að glíma við ristarmeiðsli að undanförnu en hvernig leið honum í leiknum í dag? "Ég fékk sprautu rétt fyrir leikinn og var fínn í fyrri hálfleik. Ég hljóp mikið í dag og var orðinn þreyttur undir lokin," sagði Patrick sem sagði Val hafa spilað einn sinn besta leik í sumar í dag. "Já, ég held það. Við stóðum okkur vel og börðumst vel." Patrick hrósaði ennfremur Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, sem hefur gert góða hluti með liðið í sumar. "Hann er góður þjálfari, líkt og Bjössi (Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals). Þeir mynda gott par. "Óli er meira af gamla skólanum en Bjössi af þeim nýja og það er góð blanda," sagði Daninn að lokum.Kristinn Ingi: Sætt að sjá hann í markinu Kristinn Ingi Halldórsson skoraði seinn mark Vals í 2-0 sigrinum á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Þetta er annað sinn sem Kristinn verður bikarmeistari en hann varð einnig meistari með Fram fyrir tveimur árum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning. Þetta er svo gaman og erfitt að lýsa þessu," sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leik. Kristinn viðurkennir að það hafi verið léttir að sjá boltann í markinu en hann fór illa með sannkallað dauðafæri um miðjan seinni hálfleik. "Já, ég get sagt það. Ég var orðinn pirraður að klúðra færum, ekki bara í dag heldur einnig í leikjunum á undan. Það var mjög sætt fyrir mig og liðið að ná að skora þetta seinna mark," sagði Kristinn sem sagði sigurinn hafa verið sanngjarnan. "Mjög svo, við vorum miklu betri og fengum miklu fleiri færi. Liðsheildin var frábær og það skóp sigurinn. Við vildum þetta svo mikið og maður fann það," sagði Kristinn að lokum.Haukur Páll lyftir bikarnum.vísir/antonHaukur Páll: Fékk gæsahúð við lokaflautið „Maður er eiginlega bara orðlaus, þessi tilfinning er alveg ótrúleg. Um leið og hann flautaði af fékk maður alveg gæsahúð í gegn um líkamann,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir leik Vals og KR en Valur varð bikarmeistari í dag eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleiknum. „Það er langt síðan ég kom í Val og þá var markmiðið að berjast um titla. Það hefur ekki gengið hingað til en loksins kom það og það var jafnvel ennþá sætara. Það var frábær upplifun að spila í jafn stórum leik.“ Haukur var afar ánægður með spilamennsku liðsins í dag en Valsliðið með hann fremstan í flokki gáfu KR-ingum engin færi á sér. „Við fengum hættulegri færi í leiknum þrátt fyrir að KR hafi eflaust verið meira með boltann í leiknum. Við spiluðum frábæran varnarleik og vissum að þrátt fyrir við næðum ekki að nýta færin myndum við fá fleiri færi síðar í leiknum. Svo var það hrikalegur léttir þegar Kristinn setti annað markið og gerði út um leikinn.“ Er þetta annar sigur Valsmanna á KR í sumar en fyrir sumarið hafði Valsliðinu ekki tekist að leggja nágranna sína af velli í langan tíma. „Ég kann ekki skýringu á því, við vorum kannski betur undirbúnir og tilbúnir í leikinn en þeir. Það þarf ekki að gíra menn mikið upp fyrir bikarúrslitaleik gegn KR.“Pálmi: Líður illa fyrir hönd stuðningsmanna liðsins „Maður er auðvitað bara drullu svekktur,“ sagði Pálmi Rafn Pálmasson, fyrirliði KR, eftir 0-2 tap gegn Val í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Pálmi sem lék um árabil með Val kunni ekki skýringu á slakri spilamennsku liðsins. „Spilamennskan var ekki nægilega góð, við náum ekki upp okkar spili. Það er ótrúlega svekkjandi að koma í leik af þessari stærðargráðu og eiga ekki betri leik en þetta. Fullt af KR-ingum í stúkunni og maður líður eiginlega illa fyrir hönd þeirra sem fjölmenntu í stúkuna.“ Var þetta í annað skiptið sem KR-ingar áttu engin svör við góðum varnarleik Valsmanna. „Þeir eru harðir og þéttir og það hefur ekkert verið auðvelt að spila á móti þeim eins og sést kannski best á úrslitunum. Ég held samt að aðalvandamálið sé í okkar leik frekar en þeirra leik, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ KR-ingar komust aldrei í takt í leiknum í dag og var sigur Valsmanna afar sannfærandi. „Kannski var það spennustigið sem hafði svona mikil áhrif á okkur? Ég veit ekki hvað það var og það er hægt að velta sér upp úr því fram og til baka en við töpuðum og það við getum ekki breytt því.“Bjarni: Tilfinningin er frábær „Tilfinningin er frábær, stuðningsmenn liðsins eiga þetta skilið enda alltof langt síðan liðið vann titil síðast,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í 2-0 sigri á KR í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við gáfum fá færi á okkur og gáfum þeim engan tíma á boltanum. Þeir eru með gott fótboltalið og við vissum að við þyrftum að vera nálægt þeim því ef maður gefur þeim tíma eru þeir hrikalega góðir.“ Bjarni viðurkenndi að það hefði verið töluverður léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson bætti við öðru marki Valsmanna sem gerði endanlega út um vonir KR-inga. „Við fengum fín færi en okkur tókst ekki að nýta þau þannig það var töluverður léttir þegar Kristinn nær að bæta við marki. Eitt mark er engin forysta í bikarúrslitaleik.“ Bjarni sem er uppalinn í herbúðum Vals var skiljanlega sáttur með þriðja titil félagsins á síðustu 25 árum en hann hefur verið hluti af liðinu í öll þessi þrjú skipti. „Mér finnst þetta stórkostlegt og að vinna titil áður en ég fer að hætta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Bjarni sem sagði að staðreyndin að andstæðingurinn væri KR hefði ekkert auka gildi. „Bara að vinna bikar er æðisleg tilfinning.“ Bjarni Ólafur sagði að leikmenn Vals hefðu farið í leikinn með sama skipulagi og í 3-0 sigri Valsmanna í fyrri leik liðanna á tímabilinu. „Við lögðum þennan leik svipað upp, ekki nákvæmlega eins en svipað upp. Maður vill ekki opna leikinn mikið en mér fannst frá fyrstu mínútu við gefa það til kynna að við ætluðum að vinna þennan leik.“Kale átti náðugan dag í markinu.vísir/antonIngvar: Kom í Val til þess að berjast um titla „Þetta þreytist aldrei, tilfinningin er alltaf jafn góð að vinna titil,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, eftir 2-0 sigur á KR í úrslitum Borgunarbikarsins. „Ég kom í Val til þess að berjast um titla og ég er kominn með þrjá titla núna. Það er æðislegt að vinna þessa titla, manni líður eins og einhverri fegurðardrottningu eftir á.“ Ingvar hafði það nokkuð náðugt í leiknum en hann sagði að það hefði verið mikill léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson gerði út um leikinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka með öðru marki Valsmanna. „Þeir voru farnir að pressa okkur meira enda með gott lið og við þurftum að passa okkur á að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn. Um leið og annað markið kom þá var þetta komið.“ Ingvar sagði að upplag Valsmanna í leiknum hafi verið að leyfa KR-ingum að vera með boltann. „Við reyndum að leyfa þeim að vera með boltann og að keyra hratt á skyndisóknum. Mér fannst við vaða í færum á meðan þeir fengu varla færi. Hólmbert átti eitt skot en annað var það ekki. Svo voru þetta bara fyrirgjafir og rólegheit hjá mér.“Thomas: Réðum vel við löngu sendingarnar Thomas Christensen spilaði eins og hershöfðingi í sigri Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Hann var að vonum sáttur með sigurinn en þetta var hans fyrsti bikarúrslitaleikur á ferlinum. "Þetta var frábært," sagði Daninn yfirvegaði eftir leikinn. Hann segir Valsmenn hafa haft góð tök á leiknum. "Bikarúrslitaleikir snúast oft um stöðubaráttu á miðjunni og sú var raunin í dag. En svo náðum við að spila boltanum og sköpuðum okkur færi í báðum hálfleikjunum. "Maður hafði smá áhyggjur þegar við vorum að klúðra þessum færum en mörkin komu á endanum." Landi Thomasar, Patrick Pedersen, spilaði þrátt fyrir meiðsli og átti frábæran leik í liði Vals. Hann hrósaði framherjanum í hástert eftir leikinn. "Í dag varð hann að manni. Í gær var hann strákur sem var illt í fætinum en í dag spilaði hann eins og maður. "Hann spilaði frábærlega og hann á eftir að eiga góðan feril," sagði Thomas sem var ánægður með varnarleik Vals í dag en hann og Orri Sigurður Ómarsson náðu mjög vel saman í miðri vörninni. Hver var lykilinn að þessum varnarleik? "Góð samskipti. Orri er klár og spilaði mjög vel. Við neyddum þá í langar sendingar sem við réðum vel við. Ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Thomas að endingu.0-2: Það var hart barist í Laugardalnum.Vísir/AntonÓskar Örn í baráttunni við Andra Fannar.Vísir/AntonValsmenn unnu sinn tíunda bikarmeistaratitil í dag.vísir/antonValsmenn voru að vonum kátir í leikslok.vísir/anton Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Valur er bikarmeistari í tíunda sinn í karlaflokki eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í KR í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Sigur Valsmanna var afar sannfærandi en KR-ingar sem höfðu titil að verja í leiknum fengu vart færi í leiknum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir frá leiknum sem og fagnaðarlátum Valsmanna í myndaalbúminu hér fyrir ofan sem og hér fyrir neðan. Var þetta aðeins í þriðja sinn sem þessi Reykjavíkurstórveldi mætast í úrslitum bikarsins þrátt fyrir að vera sigursælustu lið keppninnar. Höfðu KR-ingar hampað titlinum fjórtán sinnum fyrir leik dagsins en Valsmenn níu sinnum. Vann Valur í vítaspyrnukeppni síðast þegar liðin mættust í úrslitum bikarsins fyrir 25 árum síðan. Það var mikið rætt um hvort ýmsir leikmenn liðanna yrðu klárir í slaginn fyrir leikinn. Patrick Pedersen, Haukur Páll Sigurðsson og Ingvar Þór Kale í liði Vals og Hólmbert Aron Friðjónsson í liði KR áttu allir við meiðsli að stríða en allir fjórir leikmennirnir voru í byrjunarliði í dag. KR gerði eina breytingu á liði sínu frá 2-0 sigri á Fylki á mánudaginn en Almarr Ormarsson kom inn í byrjunarliðið í stað hins danska Sören Frederiksen. Þá gerðu Valsmenn tvær breytingar á liði sínu, Ingvar Þór Patrick Pedersen komu inn fyrir Anton Ara Einarsson og Emil Atlason. KR-ingar pressuðu hátt upp á völlinn strax frá fyrstu mínútu leiksins en tókst ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn Valsmanna. Var ekki að sjá að átta leikmenn Vals voru að leika í fyrsta sinn í bikarúrslitum en níu byrjunarliðsleikmenn KR höfðu áður leikið í bikarúrslitum. Valsmenn fengu bestu færi fyrri hálfleiksins en þau féllu í skaut miðjumanna liðsins, Hauks Páls, Mathias Schile og Kristins Freys Sigurðssonar. Haukur Páll og Mathias gátu gert betur þegar boltinn datt fyrir þá í vítateignum en Stefán Logi varð vel frá Hauki á meðan danski miðjumaðurinn setti boltann yfir. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk síðan Kristinn Freyr þegar Sigurður Egill sendi boltann inn fyrir vörn KR þar sem Kristinn var einn á auðum sjó en Stefán Logi varði glæsilega frá Kristni. Hættulegasta tilraun KR-inga í hálfleiknum var þegar Jónas Guðni Sævarsson, varnarsinnaði miðjumaður liðsins, átti skot af þrjátíu metrum sem fór rétt yfir. Tókst hvorugu liðinu að komast á blað í fyrri hálfleik og var því markalaust í hálfleik.Valsliðið hélt áfram að skapa sér mun betri færi í seinni hálfleik og breytti engu til að KR gerði breytingu á liði sínu þegar Gary Martin kom inn á fyrir Hólmbert Aron. Kristinn Ingi fékk sannkallað dauðafæri um miðbik seinni hálfleiksins en honum, líkt og nafna sínum, tókst ekki að koma boltanum í netið. Átti þá Sigurður Egill Lárusson fyrirgjöf á Kristinn sem var einn á auðum sjó en setti boltann yfir af um meters færi. Var það því sanngjarnt þegar Valsmenn komust yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar reynslumesti leikmaður liðsins, Bjarni Ólafur Eiríksson, stangaði boltann í netið af stuttu færi. Eftir ágæta sókn Valsmanna fengu þeir hornspyrnu sem Sigurður Egill tók og fann hann bakvörðinn einan á auðum sjó í vítateig KR-inga og stangaði Bjarni Ólafur hornspyrnu Kristins Freys af stuttu færi í þaknetið. Eftir markið reyndi KR að færa sig framar á völlinn en eins og í fyrri leik liðanna gekk KR-ingum ekkert að skapa sér færi gegn ógnarsterku miðvarðapari Valsmanna, Orra Sigurði Ómarssyni og Thomasi Christensen. Þá voru Haukur Páll og Schlie eins og klettar fyrir framan þá og stöðvuðu margar efnilegar sóknir KR-inga.Kristinn Ingi gerði út um leikinn þegar tæplega fjórar mínútur voru til leiksloka þegar Bjarni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn KR-inga og þar var Kristinn Ingi einn á auðum sjó, lék á Stefán Loga í marki KR, og renndi boltanum í autt netið. Eftir mark Kristins var aldrei spurning hver úrslitin yrðu í dag og léku Valsmenn afar vel út síðustu mínútur leiksins og gáfu fá færi á sér áður en Erlendur Eiríksson, góður dómari leiksins, flautaði af. Tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna er því staðreynd, tíu árum eftir síðasta bikarmeistaratitil og fyrsti titill Valsmanna í átta ár eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2007.Valsmenn fagna marki Bjarna Ólafs.vísir/antonPatrick: Fékk sprautu rétt fyrir leikinn Um fátt var meira um rætt í aðdraganda bikarúrslitaleiks Vals og KR en meiðsli Patricks Pedersen. Daninn missti af tveimur af síðustu þremur deildarleikjum Vals en spilaði í dag og átti frábæran leik. Hann haltraði um í fagnaðarlátum Vals en sársaukinn var þess virði. "Ég er mjög ánægður. Við spiluðum vel í dag," sagði Patrick í samtali við Vísi eftir leik. "Fyrri hálfleikur var jafn en við vorum sterkari aðilinn í þeim seinni, pressuðum þá vel og fengum nóg af færum." Patrick hefur verið að glíma við ristarmeiðsli að undanförnu en hvernig leið honum í leiknum í dag? "Ég fékk sprautu rétt fyrir leikinn og var fínn í fyrri hálfleik. Ég hljóp mikið í dag og var orðinn þreyttur undir lokin," sagði Patrick sem sagði Val hafa spilað einn sinn besta leik í sumar í dag. "Já, ég held það. Við stóðum okkur vel og börðumst vel." Patrick hrósaði ennfremur Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, sem hefur gert góða hluti með liðið í sumar. "Hann er góður þjálfari, líkt og Bjössi (Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals). Þeir mynda gott par. "Óli er meira af gamla skólanum en Bjössi af þeim nýja og það er góð blanda," sagði Daninn að lokum.Kristinn Ingi: Sætt að sjá hann í markinu Kristinn Ingi Halldórsson skoraði seinn mark Vals í 2-0 sigrinum á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Þetta er annað sinn sem Kristinn verður bikarmeistari en hann varð einnig meistari með Fram fyrir tveimur árum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning. Þetta er svo gaman og erfitt að lýsa þessu," sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leik. Kristinn viðurkennir að það hafi verið léttir að sjá boltann í markinu en hann fór illa með sannkallað dauðafæri um miðjan seinni hálfleik. "Já, ég get sagt það. Ég var orðinn pirraður að klúðra færum, ekki bara í dag heldur einnig í leikjunum á undan. Það var mjög sætt fyrir mig og liðið að ná að skora þetta seinna mark," sagði Kristinn sem sagði sigurinn hafa verið sanngjarnan. "Mjög svo, við vorum miklu betri og fengum miklu fleiri færi. Liðsheildin var frábær og það skóp sigurinn. Við vildum þetta svo mikið og maður fann það," sagði Kristinn að lokum.Haukur Páll lyftir bikarnum.vísir/antonHaukur Páll: Fékk gæsahúð við lokaflautið „Maður er eiginlega bara orðlaus, þessi tilfinning er alveg ótrúleg. Um leið og hann flautaði af fékk maður alveg gæsahúð í gegn um líkamann,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir leik Vals og KR en Valur varð bikarmeistari í dag eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleiknum. „Það er langt síðan ég kom í Val og þá var markmiðið að berjast um titla. Það hefur ekki gengið hingað til en loksins kom það og það var jafnvel ennþá sætara. Það var frábær upplifun að spila í jafn stórum leik.“ Haukur var afar ánægður með spilamennsku liðsins í dag en Valsliðið með hann fremstan í flokki gáfu KR-ingum engin færi á sér. „Við fengum hættulegri færi í leiknum þrátt fyrir að KR hafi eflaust verið meira með boltann í leiknum. Við spiluðum frábæran varnarleik og vissum að þrátt fyrir við næðum ekki að nýta færin myndum við fá fleiri færi síðar í leiknum. Svo var það hrikalegur léttir þegar Kristinn setti annað markið og gerði út um leikinn.“ Er þetta annar sigur Valsmanna á KR í sumar en fyrir sumarið hafði Valsliðinu ekki tekist að leggja nágranna sína af velli í langan tíma. „Ég kann ekki skýringu á því, við vorum kannski betur undirbúnir og tilbúnir í leikinn en þeir. Það þarf ekki að gíra menn mikið upp fyrir bikarúrslitaleik gegn KR.“Pálmi: Líður illa fyrir hönd stuðningsmanna liðsins „Maður er auðvitað bara drullu svekktur,“ sagði Pálmi Rafn Pálmasson, fyrirliði KR, eftir 0-2 tap gegn Val í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Pálmi sem lék um árabil með Val kunni ekki skýringu á slakri spilamennsku liðsins. „Spilamennskan var ekki nægilega góð, við náum ekki upp okkar spili. Það er ótrúlega svekkjandi að koma í leik af þessari stærðargráðu og eiga ekki betri leik en þetta. Fullt af KR-ingum í stúkunni og maður líður eiginlega illa fyrir hönd þeirra sem fjölmenntu í stúkuna.“ Var þetta í annað skiptið sem KR-ingar áttu engin svör við góðum varnarleik Valsmanna. „Þeir eru harðir og þéttir og það hefur ekkert verið auðvelt að spila á móti þeim eins og sést kannski best á úrslitunum. Ég held samt að aðalvandamálið sé í okkar leik frekar en þeirra leik, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ KR-ingar komust aldrei í takt í leiknum í dag og var sigur Valsmanna afar sannfærandi. „Kannski var það spennustigið sem hafði svona mikil áhrif á okkur? Ég veit ekki hvað það var og það er hægt að velta sér upp úr því fram og til baka en við töpuðum og það við getum ekki breytt því.“Bjarni: Tilfinningin er frábær „Tilfinningin er frábær, stuðningsmenn liðsins eiga þetta skilið enda alltof langt síðan liðið vann titil síðast,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í 2-0 sigri á KR í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við gáfum fá færi á okkur og gáfum þeim engan tíma á boltanum. Þeir eru með gott fótboltalið og við vissum að við þyrftum að vera nálægt þeim því ef maður gefur þeim tíma eru þeir hrikalega góðir.“ Bjarni viðurkenndi að það hefði verið töluverður léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson bætti við öðru marki Valsmanna sem gerði endanlega út um vonir KR-inga. „Við fengum fín færi en okkur tókst ekki að nýta þau þannig það var töluverður léttir þegar Kristinn nær að bæta við marki. Eitt mark er engin forysta í bikarúrslitaleik.“ Bjarni sem er uppalinn í herbúðum Vals var skiljanlega sáttur með þriðja titil félagsins á síðustu 25 árum en hann hefur verið hluti af liðinu í öll þessi þrjú skipti. „Mér finnst þetta stórkostlegt og að vinna titil áður en ég fer að hætta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Bjarni sem sagði að staðreyndin að andstæðingurinn væri KR hefði ekkert auka gildi. „Bara að vinna bikar er æðisleg tilfinning.“ Bjarni Ólafur sagði að leikmenn Vals hefðu farið í leikinn með sama skipulagi og í 3-0 sigri Valsmanna í fyrri leik liðanna á tímabilinu. „Við lögðum þennan leik svipað upp, ekki nákvæmlega eins en svipað upp. Maður vill ekki opna leikinn mikið en mér fannst frá fyrstu mínútu við gefa það til kynna að við ætluðum að vinna þennan leik.“Kale átti náðugan dag í markinu.vísir/antonIngvar: Kom í Val til þess að berjast um titla „Þetta þreytist aldrei, tilfinningin er alltaf jafn góð að vinna titil,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, eftir 2-0 sigur á KR í úrslitum Borgunarbikarsins. „Ég kom í Val til þess að berjast um titla og ég er kominn með þrjá titla núna. Það er æðislegt að vinna þessa titla, manni líður eins og einhverri fegurðardrottningu eftir á.“ Ingvar hafði það nokkuð náðugt í leiknum en hann sagði að það hefði verið mikill léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson gerði út um leikinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka með öðru marki Valsmanna. „Þeir voru farnir að pressa okkur meira enda með gott lið og við þurftum að passa okkur á að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn. Um leið og annað markið kom þá var þetta komið.“ Ingvar sagði að upplag Valsmanna í leiknum hafi verið að leyfa KR-ingum að vera með boltann. „Við reyndum að leyfa þeim að vera með boltann og að keyra hratt á skyndisóknum. Mér fannst við vaða í færum á meðan þeir fengu varla færi. Hólmbert átti eitt skot en annað var það ekki. Svo voru þetta bara fyrirgjafir og rólegheit hjá mér.“Thomas: Réðum vel við löngu sendingarnar Thomas Christensen spilaði eins og hershöfðingi í sigri Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Hann var að vonum sáttur með sigurinn en þetta var hans fyrsti bikarúrslitaleikur á ferlinum. "Þetta var frábært," sagði Daninn yfirvegaði eftir leikinn. Hann segir Valsmenn hafa haft góð tök á leiknum. "Bikarúrslitaleikir snúast oft um stöðubaráttu á miðjunni og sú var raunin í dag. En svo náðum við að spila boltanum og sköpuðum okkur færi í báðum hálfleikjunum. "Maður hafði smá áhyggjur þegar við vorum að klúðra þessum færum en mörkin komu á endanum." Landi Thomasar, Patrick Pedersen, spilaði þrátt fyrir meiðsli og átti frábæran leik í liði Vals. Hann hrósaði framherjanum í hástert eftir leikinn. "Í dag varð hann að manni. Í gær var hann strákur sem var illt í fætinum en í dag spilaði hann eins og maður. "Hann spilaði frábærlega og hann á eftir að eiga góðan feril," sagði Thomas sem var ánægður með varnarleik Vals í dag en hann og Orri Sigurður Ómarsson náðu mjög vel saman í miðri vörninni. Hver var lykilinn að þessum varnarleik? "Góð samskipti. Orri er klár og spilaði mjög vel. Við neyddum þá í langar sendingar sem við réðum vel við. Ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Thomas að endingu.0-2: Það var hart barist í Laugardalnum.Vísir/AntonÓskar Örn í baráttunni við Andra Fannar.Vísir/AntonValsmenn unnu sinn tíunda bikarmeistaratitil í dag.vísir/antonValsmenn voru að vonum kátir í leikslok.vísir/anton
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira