Engin breyting á utanríkisstefnunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 17:41 Formaður utanríkismálanefndar segir enga umræðu eiga sér stað í nefndinni um breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar vegna innflutningsbanns Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir einstaka hagsmunaaðila ekki ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar. Embættismenn í utanríkisráðuneytinu komu á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem farið vari yfir allan feril málsins allt frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í þvingunaraðgerðum Rússa vegna framferðis þeirra á Krímskaga. En einhugur hefur verið í nefndinni um þátttöku Íslands í aðgerðunum.Heldur þú að það breytist eitthvað við það að þessi staða er komin upp? „Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að það breytist að það breytist með þessum hætti. Auðvitað hafa menn þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Innan nefndarinnar sé rætt hvernig hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem kominn er upp með skynsamlegum hætti. „Það er enginn að tala fyrir stefnubreytingu Íslands í utanríkismálum. En menn velta fyrir sér með hvaða praktíska hætti er hægt að mæta því áfalli sem þessi ákvörðun Rússa getur haft í för með sér,“ segir Birgir. Umfang aðgerða Rússa sé ekki í samræmi við umfang þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi stutt gagnvart þeim. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki rétt að hagsmunaaðilar hafi ekki verið upplýstir um málið. „Það hafa auðvitað verið höfð samskipti við hagsmunaaðila m.a. með fundum upp í utanríkisráðuneyti. Það er auðvitað eins og hefur komið fram hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum að einstakir hagsmunaaðilar á einstökum sviðum móta ekki utanríkisstefnu heillar þjóðar.“ Nú sé nauðsynlegt að fá nánari útskýringar frá Rússum. „Það hefur komið fram m.a. í samskiptum mínum við sendiherrann (rússneska) í gær að um tímabundnar aðgerðir væri að að ræða. Við þurfum auðvitað að horfa til lengri tíma og hins vegar þurfum við að skoða hér heima með hvaða hætti þetta hefur áhrif á einstak byggðir, einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Því það er margt sem bendir til að þetta geti haft veruleg áhrif á það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar segir enga umræðu eiga sér stað í nefndinni um breytingar á utanríkisstefnu þjóðarinnar vegna innflutningsbanns Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir einstaka hagsmunaaðila ekki ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar. Embættismenn í utanríkisráðuneytinu komu á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem farið vari yfir allan feril málsins allt frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í þvingunaraðgerðum Rússa vegna framferðis þeirra á Krímskaga. En einhugur hefur verið í nefndinni um þátttöku Íslands í aðgerðunum.Heldur þú að það breytist eitthvað við það að þessi staða er komin upp? „Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að það breytist að það breytist með þessum hætti. Auðvitað hafa menn þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Innan nefndarinnar sé rætt hvernig hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem kominn er upp með skynsamlegum hætti. „Það er enginn að tala fyrir stefnubreytingu Íslands í utanríkismálum. En menn velta fyrir sér með hvaða praktíska hætti er hægt að mæta því áfalli sem þessi ákvörðun Rússa getur haft í för með sér,“ segir Birgir. Umfang aðgerða Rússa sé ekki í samræmi við umfang þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi stutt gagnvart þeim. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki rétt að hagsmunaaðilar hafi ekki verið upplýstir um málið. „Það hafa auðvitað verið höfð samskipti við hagsmunaaðila m.a. með fundum upp í utanríkisráðuneyti. Það er auðvitað eins og hefur komið fram hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum að einstakir hagsmunaaðilar á einstökum sviðum móta ekki utanríkisstefnu heillar þjóðar.“ Nú sé nauðsynlegt að fá nánari útskýringar frá Rússum. „Það hefur komið fram m.a. í samskiptum mínum við sendiherrann (rússneska) í gær að um tímabundnar aðgerðir væri að að ræða. Við þurfum auðvitað að horfa til lengri tíma og hins vegar þurfum við að skoða hér heima með hvaða hætti þetta hefur áhrif á einstak byggðir, einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Því það er margt sem bendir til að þetta geti haft veruleg áhrif á það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36
Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. 13. ágúst 2015 19:15
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22
Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40