Skoða nú áhrif á rauðu strikin Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Niðurstaða gerðardóms í kjaramálum hjúkrunarfræðinga er um fimm prósentustigum yfir því sem samninganefnd ríkisins hafði boðið stéttinni. vísír/vilhelm Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent