Íslenski boltinn

Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þóroddur Hjaltalín, dómari leiks Víkings og Leiknis í gær, tók afar stóra ákvörðun í uppbótartíma í gær er hann dæmdi vítaspyrnu á Leiknismenn. Úr vítaspyrnunni skoraði Ívar Örn Jónsson jöfnunarmark Víkings í leiknum nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Leiknismenn sem komust yfir aðeins örfáum mínútum áður voru afar ósáttir með ákvörðun Þórodds. Virðist sem Atli Arnarsson, leikmaður Leiknis, hafi farið í boltann en ekki Dofra Snorrason, leikmann Víkings.

„Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta. Þetta var barningur inn í teig og það átti mögulega koma horn úr þessu en ekki víti,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknismanna, svekktur í viðtali við Vísi eftir leik í gær.

Jóhannes Valgeirsson, fyrrum knattspyrnudómari, var ósammála vítaspyrnudómnum þegar Vísir heyrði í honum í morgunsárið en honum sýndist sem svo að Elvar Páll tæki boltann.

„Þetta er aldrei vítaspyrna sýndist mér, ég er reyndar bara búinn að sjá þetta í stuttu myndskeiði en það er ekki hægt að sjá það á þessu myndbandi að þetta sé víti. Ég sé ekki á þessu myndbandi að hann komi við leikmanninn, hann rennir sér beint í boltann,“ sagði Jóhannes.



Mark Leiknismanna. Jöfnunarmarkið.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×