Íslenski boltinn

Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt

Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær.

Eftir rúmlega hálftíma leik lendir Arnþór í grasinu með Leiknismanninum Brynjari Hlöðverssyni.

Þar sem þeir liggja í grasinu þá gefur Arnþóri andstæðingnum klárt högg með olnboganum. Skömmu síðar rúllar hann sér svo aftur á bak í Brynjar með bæði höfði og hönd.

Þóroddur Hjaltalín dómari var vel staðsettur en sá ekki ástæðu til þess að reka Arnþór af velli. Þóroddur dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Leikni í lok leiks sem varð þess valdandi að Víkingur fékk stig í leiknum.

Hér að ofan má sjá átökin á milli Arnþórs og Brynjars en að neðan er það vítadómurinn umdeildi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×