Ólafur Karl: Fínt að komast í burtu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 22:11 Ólafur Karl skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í sumar. vísir/anton Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira