Ólafur Karl: Fínt að komast í burtu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 22:11 Ólafur Karl skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í sumar. vísir/anton Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira