Íslenski boltinn

Það var sparkað í mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dofri þvertekur fyrir að hafa verið með leikaraskap í leik Víkings og Leiknis.
Dofri þvertekur fyrir að hafa verið með leikaraskap í leik Víkings og Leiknis. vísir/ernir
„Eru menn að segja að ég hafi dýft mér?“ spyr Dofri Snorrason Víkingur er hann er spurður út í umdeilda vítaspyrnu sem dæmd var fyrir meint brot á honum í leik Víkings og Leiknis.

Annar þjálfara Leiknis, Freyr Alexandersson, var ekki par sáttur við Dofra. Freyr sagði að Dofri hefði fiskað vítið með leikaraskap.

„Hann fleygir sér bara niður,“ sagði Freyr við íþróttadeild í gær afar ósáttur enda kostaði þessi vítaspyrnudómur Leikni tvö stig. Á myndbandsupptökum lítur út fyrir að þetta sé rangur dómur en Dofri er sjálfur ekki í vafa.

Þetta er alls ekki dýfa. Ég fæ spark í mig, það er alveg klárt. Varnarmaðurinn fer líka í boltann en ég held að hann fari í mig á undan.

„Ég held að ég nái mér stöðu, hann sparki í mig og ég fari svo í boltann. Það var mín upplifun af þessu en ég er vissulega hlutdrægur,“ segir Dofri léttur en hvað finnst honum þá um ummæli Freys?

„Ég er ekki að fleygja mér niður. Ég var ekki að ljúga því að það hafi verið sparkað í mig. Það hlýtur að sjást hvernig ég dett. Ég dýfði mér í fyrri hálfleik og það var vandræðalegt. Það sést þarna að ég er ekki að dýfa. Ég tek á mig dýfuna í fyrri hálfleik en ég tek þetta ekki á mig.“

Hér að neðan má sjá atvikið.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×