Innlent

Franskur ferðamaðurinn fundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamenn við Hornbjarg á Hornströndum
Ferðamenn við Hornbjarg á Hornströndum Vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út fyrir stundu til leitar að göngumanni á Hornströndum.

Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu, sagðist villtur upp af Lónafirði á milli Jökulfjarða og Hornstranda.

Fram kemur í tilkynningu að lítið skyggni sé á svæðinu og maðurinn sem er frá Frakklandi gat illa lýst aðstæðum.

Farsími mannsins er að verða rafhlöðulaus.

Sigla þarf björgunarmönnum á björgunarskipi og bátum á svæðið og eru þeir á leið þangað núna. 

 

Uppfært 22:20

Maðurinn er fundinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×