Hrafnhildur Lúthersdóttir náði þriðja besta tímanum í undanrásum 200 metra bringusunds á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi í morgun.
Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet í sundinu þegar hún synti á 2.23.54 mínútum.
Gamla Íslandsmet Hrafnhildar var síðan á Smáþjóðaleikunum í júní þegar hún synti 200 metrana á 2.25.39 mínútum.
Hrafnhildur hefur þegar tryggt sér A-Ólympíulágmark í greininni og mun synda þetta sund á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eftir eitt ár.
Hrafnhildur hefur verið í miklum ham á HM í sundi en fyrr í vikunni varð hún fyrsta íslenska konan sem kemst í úrslit á HM í 50 metra laug þar sem hún tryggði sér sjötta sætið í 100 metra bringusundi.
Bryndís Rún Hansen keppti einnig í morgun í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í sundi. Bryndís synti 100 metra skriðsund á 56.87 sekúndum og endaði í 45. sæti af 90 keppendum.
Besti tími Bryndísar er 55.98 sekúndur en Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í greininni sem er 56,34 sekúndur. A-lágmarkið inn á Ólympíuleikana í Ríó er 54,43 sekúndur.
Hrafnhildur áfram í ham á HM í sundi | Íslandsmet og þriðji besti tíminn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn