Erlent

Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana

Atli Ísleifsson skrifar
Kappræðurnar vor sýndar á Fox News.
Kappræðurnar vor sýndar á Fox News. Vísir/AFP
Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News hefur tekið saman hápunktana úr kappræðum frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem sýndar voru á stöðinni í gærkvöldi.

Chris Christie, Marco Rubio, Ben Carson, Scott Walker, Donald Trump, Jeb Bush, Mike Huckabee, Ted Cruz, Rand Paul og John Kasich tókust á en þeir hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum.

Sjá má hápunktana að neðan.

Spurning til allra frambjóðenda: Getur þú heitið því að styðja þann sem verður fyrir valinu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins og ekki bjóða þig fram fyrir hönd þriðja flokks? Jeb Bush spurður hvort hann skilji áhyggjur fólks af því að ákveðnar fjölskyldur ráði of miklu í bandarískum stjórnmálum. Faðir og bróðir Jeb Bush hafa báðir gegnt embætti forseta. Donald Trump spurður út í fyrri ummæli sín um konur og hvort hann sé með skapgerð sem sæmi Bandaríkjaforseta. Scott Walker spurður úr í sinnaskipti sín varðandi umbætur á innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar. Rand Paul og Chris Christie deila um stjórnarskrá Bandaríkjanna og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Ted Cruz spurður að því hvernig hann myndi ganga frá ISIS á 90 dögum. Ben Carson spurður að því hvernig hann myndi takast á við Hillary Clinton, væri hann forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Trump er spurður um að sanna staðhæfingar sínar um að stjórnvöld í Mexíkó sendi nauðgara og dópsala yfir landamærin til Bandaríkjanna. Jeb Bush hafnar því að að kalla Trump fífl, trúð og fleira. Donald Trump er spurður að því hvenær hann varð Repúblikani. Rand Paul bregst við ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að heimila hjónabönd samkynhneigðra. Mick Huckabee segir bandaríska herinn ekki vera 'félagslega tilraun“. Ben Carson segir álit sitt málum sem snúa að kynþáttum í Bandaríkjunum.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×