Íslenski boltinn

Víkingur á toppinn | Guðmundur Atli heldur áfram að skora

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafsvík vann sinn fjórða sigur í röð og skellti sér á toppinn.
Ólafsvík vann sinn fjórða sigur í röð og skellti sér á toppinn. vísir/valli
Víkingur Ólafsvík er komið á toppinn í fyrstu deild karla eftir 3-2 sigur á Þrótti í toppslag deildarinnar.

Markavélin Viktor Jónsson kom Þrótti yfir og Þróttarar leiddu 1-0 í hálfleik. Kenan Turudija jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks fyrir Ólafsvík, en hann jafnaði á 48. mínútu.

William Dominguez da Silva kom Ólafsvíkingum svo yfir á 72. mínútu, en Viktor Jónsson virtist vera að tryggja Þrótti stig með jöfnunarmarki á 85. mínútu.

Dominguez da Silva var hins vegar ekki hættur og hann gerði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og 3-2 sigur Ólafsvíkur-víkinga staðreynd.

Víkingur er því á toppnum með 35 stig, en Þróttur er í öðru sætinu með 33 stig. Þór er svo í því þriðja með 28 stig.

Í hinum leiknum vann svo HK 2-1 sigur á BÍ/Bolungarvík. Amath Diedhiou kom BÍ/Bolungarvík yfir, en skömmu síðar fékk Nigel Quashie sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Guðmundur Atli Steinþórsson jafnaði metinn á 43. mínútu og tryggði Guðmundur Atli HK svo sigur með sigurmarkinu á 56. mínútu. Guðmundur hefur alls skorað tólf mörk í deildinni í sumar.

Með sigrinum skýst HK upp í sjöunda sæti deildarinnar, en Skástrikið er á botninum með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×