Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum skrifar 30. júlí 2015 12:21 KR-ingar fagna einu fjögurra marka sinna í kvöld. Vísir/stefán Það verður Reykjavíkurslagur af bestu gerð í úrslitum Borgunarbikarsins þegar KR og Valur mætast en þetta varð ljóst eftir að KR vann öruggan 4-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum í kvöld. Sigur KR var öruggur og áttu gestirnir úr Vestmannaeyjum lítið af svörum eftir að KR komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleik og bættu Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson við marki áður en Bjarni Gunnarsson klóraði í bakkann fyrir ÍBV þegar korter var til leiksloka. Þrátt fyrir að hafa náð að minnka muninn tókst Eyjamönnum ekki að ógna öruggu forskoti KR í leiknum og lauk leiknum með öruggum sigri KR. Verða því tvö sigursælustu félög Íslands í bikarkeppninni sem leika til úrslita í Laugardalnum þann 15. ágúst næstkomandi en 25 ár eru frá því að þessi félög mættust í úrslitum bikarsins. Það var vitað fyrir leik að þetta yrði ansi erfitt verkefni fyrir ÍBV. Liðin eru að berjast á mismunandi enda töflunnar, ÍBV er að berjast um sæti sitt í Pepsi deildinni á sama tíma og KR er í harðri toppbaráttu með FH, Breiðablik og ÍBV. Heimamenn voru með undirtökin í byrjum leiks en gekk illa að skapa færi þar til fyrsta mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins. Lék þá Gonzalo Balbi auðveldlega á vinstri bakvörð ÍBV og sendi fyrirgjöf sem Hólmbert stýrði í netið af stuttu færi. Vel gert hjá Hólmberti og létti pressuni af KR sem byrjuðu að setja meiri pressu á gestina úr Vestmannaeyjum og uppskáru annað mark áður en hálfleiknum var lokið. Var þar aftur að verki Hólmbert eftir fyrirgjöf en að þessu sinni kom fyrirgjöfin frá Óskari Erni. Fyrirgjöf kom inn á miðjan vítateig þar sem Hólmbert stangaði boltann í stöngina og inn og gat Abel ekkert gert í marki ÍBV. Var augljós pirringur í ÍBV liðinu en stuttu áður var Hafsteinn Briem stálheppinn að sleppa með gult spjald eftir að hafa brotið á Jacob Schoop og sparkað í hann liggjandi. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gerði Óskar Örn endanlega út um leikinn. Nýtti hann sér sofandihátt í varnarleik ÍBV og skaust á milli þeirra og lagði boltann framhjá Abel sem var jafn sofandi og liðsfélagar sínir. Þorsteinn Már setti fjórða mark KR í leiknum eftir góðan undirbúning manns leiksins, Gonzalo Balbi, þegar rúmlega tuttugu mínútur voru til leiksloka. Balbi fór framhjá kærulausum vinstri bakverði ÍBV og lagði boltann fyrir Þorstein sem lagði boltann í autt netið eftir að Abel neyddist til þess að mæta Balbi. Bjarni Gunnarsson sem kom inn sem varamaður náði að klóra í bakkann þegar korter var til leiksloka þegar hann komst á undan Sindra Snæ Jenssyni í boltann eftir hornspyrnu Víðis Þorvarðarsonar og skallaði boltann í autt netið. Lengra komust Eyjamenn ekki og sigldu KR-ingar þessu örugglega heim án þess að Eyjamenn næðu að ógna marki þeirra. Það verður því KR sem leikur til úrslita í bikarnum og fær tækifæri til þess að verja bikarinn sem þeir unnu í fyrra með 2-1 sigri á Keflavík. Þetta verður í fimmta sinn á síðustu sex árum sem KR leikur til úrslita í Borgunarbikarnum en KR hefur unnið þrjár af þessum fjórum viðureignum í röð eftir að hafa tapað 0-4 fyrir FH í úrslitum bikarsins árið 2010. Bjarni: Er alltaf stoltur af strákunum„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik, að okkar mati passaði Hólmbert vel í dag,“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Ásmundur: Svekktur með viðbrögð liðsins við mótlæti„Maður er auðvitað hundsvekktur, þetta var kraftlaus frammistaða,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir 1-4 tap gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. „Ég er mjög svekktur með það hvernig liðið bregst við því mótlæti sem við lendum í hér í kvöld. Fyrirliðinn fer útaf og liðið riðlast aðeins en Devon sem kom inn stóð sig vel að mínu mati. Við fyrsta markið missum við síðan hausinn,“ sagði Ásmundur sem tók undir að lærisveinar hans hefðu einbeitt sér að vitlausum hlutum eftir að hafa lent undir. „Þegar við fengum á okkur markið missa menn trúnna á þessu, þeir hættu að trúa á verkefnið og berjast og byrjuðu þess í stað að benda á hvorn annan og svekkja sig á öllum hlutum. Það var nóg eftir af leiknum og það þarf að halda áfram en ekki bara gefast upp. Við vorum með gott skipulag og menn voru að leggja sig fram. Þetta var að spilast eins og við lögðum þetta upp.“ Undirbúningurinn fyrir leikinn gekk vel í vikunni þrátt fyrir að verkefnið væri erfitt. „Við lögðum augljóslega upp með að fara í úrslitin og við reyndum að finna leiðir til þess. Grunnvinnan verður að vera til staðar til þess að þú eigir möguleika og þegar leikmennirnir henda inn handklæðinu eftir fyrsta markið þá er eitthvað að. Það voru of mörg atriði sem fóru úrskeiðis hér í dag.“ Hólmbert: Maður er í þessu til að spila stóru leikina„Þetta var flottur leikur, ég vonaðist reyndar eftir því að við gætum haldið hreinu en við erum komnir í úrslitin og það er það sem skiptir máli,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður KR, eftir 4-1 sigur á ÍBV í kvöld en Hólmbert skoraði fyrstu tvö mörk KR í leiknum. KR skoraði tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn sem gerðu endanlega út um vonir ÍBV í leiknum „Eftir að við náum loksins inn fyrsta markinu förum við að geta stýrt leiknum en við vissum að við þyrftum á þriðja markinu að halda eftir að við komumst í 2-0. Sem betur fer kom það strax eftir hálfleikinn og eftir það var þetta einfaldlega spurning um að sigla þessu heim.“ Hólmbert sem gekk til liðs við KR fyrir stuttu skoraði sín fyrstu mörk úr opnum leik en hann hafði skorað eitt mark fyrir félagið á vítapunktinum í Kaplakrika. „Maður er í þessu til að spila stóru leikina og hérna erum við komnir í bikarúrslitin ásamt því að vera að berjast á toppnum við nokkur lið um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta hefur farið vel af stað, ég er búinn að fá að spila og hefur gengið vel og samkeppnin í leikmannahópnum heldur mér á tánum sem er bara jákvætt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Það verður Reykjavíkurslagur af bestu gerð í úrslitum Borgunarbikarsins þegar KR og Valur mætast en þetta varð ljóst eftir að KR vann öruggan 4-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum í kvöld. Sigur KR var öruggur og áttu gestirnir úr Vestmannaeyjum lítið af svörum eftir að KR komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleik og bættu Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson við marki áður en Bjarni Gunnarsson klóraði í bakkann fyrir ÍBV þegar korter var til leiksloka. Þrátt fyrir að hafa náð að minnka muninn tókst Eyjamönnum ekki að ógna öruggu forskoti KR í leiknum og lauk leiknum með öruggum sigri KR. Verða því tvö sigursælustu félög Íslands í bikarkeppninni sem leika til úrslita í Laugardalnum þann 15. ágúst næstkomandi en 25 ár eru frá því að þessi félög mættust í úrslitum bikarsins. Það var vitað fyrir leik að þetta yrði ansi erfitt verkefni fyrir ÍBV. Liðin eru að berjast á mismunandi enda töflunnar, ÍBV er að berjast um sæti sitt í Pepsi deildinni á sama tíma og KR er í harðri toppbaráttu með FH, Breiðablik og ÍBV. Heimamenn voru með undirtökin í byrjum leiks en gekk illa að skapa færi þar til fyrsta mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins. Lék þá Gonzalo Balbi auðveldlega á vinstri bakvörð ÍBV og sendi fyrirgjöf sem Hólmbert stýrði í netið af stuttu færi. Vel gert hjá Hólmberti og létti pressuni af KR sem byrjuðu að setja meiri pressu á gestina úr Vestmannaeyjum og uppskáru annað mark áður en hálfleiknum var lokið. Var þar aftur að verki Hólmbert eftir fyrirgjöf en að þessu sinni kom fyrirgjöfin frá Óskari Erni. Fyrirgjöf kom inn á miðjan vítateig þar sem Hólmbert stangaði boltann í stöngina og inn og gat Abel ekkert gert í marki ÍBV. Var augljós pirringur í ÍBV liðinu en stuttu áður var Hafsteinn Briem stálheppinn að sleppa með gult spjald eftir að hafa brotið á Jacob Schoop og sparkað í hann liggjandi. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gerði Óskar Örn endanlega út um leikinn. Nýtti hann sér sofandihátt í varnarleik ÍBV og skaust á milli þeirra og lagði boltann framhjá Abel sem var jafn sofandi og liðsfélagar sínir. Þorsteinn Már setti fjórða mark KR í leiknum eftir góðan undirbúning manns leiksins, Gonzalo Balbi, þegar rúmlega tuttugu mínútur voru til leiksloka. Balbi fór framhjá kærulausum vinstri bakverði ÍBV og lagði boltann fyrir Þorstein sem lagði boltann í autt netið eftir að Abel neyddist til þess að mæta Balbi. Bjarni Gunnarsson sem kom inn sem varamaður náði að klóra í bakkann þegar korter var til leiksloka þegar hann komst á undan Sindra Snæ Jenssyni í boltann eftir hornspyrnu Víðis Þorvarðarsonar og skallaði boltann í autt netið. Lengra komust Eyjamenn ekki og sigldu KR-ingar þessu örugglega heim án þess að Eyjamenn næðu að ógna marki þeirra. Það verður því KR sem leikur til úrslita í bikarnum og fær tækifæri til þess að verja bikarinn sem þeir unnu í fyrra með 2-1 sigri á Keflavík. Þetta verður í fimmta sinn á síðustu sex árum sem KR leikur til úrslita í Borgunarbikarnum en KR hefur unnið þrjár af þessum fjórum viðureignum í röð eftir að hafa tapað 0-4 fyrir FH í úrslitum bikarsins árið 2010. Bjarni: Er alltaf stoltur af strákunum„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik, að okkar mati passaði Hólmbert vel í dag,“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Ásmundur: Svekktur með viðbrögð liðsins við mótlæti„Maður er auðvitað hundsvekktur, þetta var kraftlaus frammistaða,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir 1-4 tap gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. „Ég er mjög svekktur með það hvernig liðið bregst við því mótlæti sem við lendum í hér í kvöld. Fyrirliðinn fer útaf og liðið riðlast aðeins en Devon sem kom inn stóð sig vel að mínu mati. Við fyrsta markið missum við síðan hausinn,“ sagði Ásmundur sem tók undir að lærisveinar hans hefðu einbeitt sér að vitlausum hlutum eftir að hafa lent undir. „Þegar við fengum á okkur markið missa menn trúnna á þessu, þeir hættu að trúa á verkefnið og berjast og byrjuðu þess í stað að benda á hvorn annan og svekkja sig á öllum hlutum. Það var nóg eftir af leiknum og það þarf að halda áfram en ekki bara gefast upp. Við vorum með gott skipulag og menn voru að leggja sig fram. Þetta var að spilast eins og við lögðum þetta upp.“ Undirbúningurinn fyrir leikinn gekk vel í vikunni þrátt fyrir að verkefnið væri erfitt. „Við lögðum augljóslega upp með að fara í úrslitin og við reyndum að finna leiðir til þess. Grunnvinnan verður að vera til staðar til þess að þú eigir möguleika og þegar leikmennirnir henda inn handklæðinu eftir fyrsta markið þá er eitthvað að. Það voru of mörg atriði sem fóru úrskeiðis hér í dag.“ Hólmbert: Maður er í þessu til að spila stóru leikina„Þetta var flottur leikur, ég vonaðist reyndar eftir því að við gætum haldið hreinu en við erum komnir í úrslitin og það er það sem skiptir máli,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður KR, eftir 4-1 sigur á ÍBV í kvöld en Hólmbert skoraði fyrstu tvö mörk KR í leiknum. KR skoraði tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn sem gerðu endanlega út um vonir ÍBV í leiknum „Eftir að við náum loksins inn fyrsta markinu förum við að geta stýrt leiknum en við vissum að við þyrftum á þriðja markinu að halda eftir að við komumst í 2-0. Sem betur fer kom það strax eftir hálfleikinn og eftir það var þetta einfaldlega spurning um að sigla þessu heim.“ Hólmbert sem gekk til liðs við KR fyrir stuttu skoraði sín fyrstu mörk úr opnum leik en hann hafði skorað eitt mark fyrir félagið á vítapunktinum í Kaplakrika. „Maður er í þessu til að spila stóru leikina og hérna erum við komnir í bikarúrslitin ásamt því að vera að berjast á toppnum við nokkur lið um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta hefur farið vel af stað, ég er búinn að fá að spila og hefur gengið vel og samkeppnin í leikmannahópnum heldur mér á tánum sem er bara jákvætt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira