Bjarni: Ekki verið að gera þetta neitt auðveldara fyrir okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. júlí 2015 20:40 vísir/stefán „Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21