Hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2015 09:00 Óskar Örn er kominn með 10 mörk í öllum keppnum í sumar. vísir/andri marinó „Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
„Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21