Þingmaður hoppaði úr sér stressið og setti húsið á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 12:45 Hér má sjá glitta í hið stresslosandi trampólín. Vísir/fasteign Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis. Alþingi Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
Alþingi Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira