Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2015 21:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04