Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 13:43 „Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur.“ vísir/gva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“ Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“
Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57