Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 19:49 Frosti Sigurjónsson í þungum þönkum í þingsal. vísir/pjetur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015 Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41