Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:40 Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira
Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira