Alfreð: Meistaradeildin kitlar mjög mikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2015 14:30 Mynd/Heimasíða Olympiacos Alfreð Finnbogason var að taka því rólega eftir strembinn fyrsta dag í Grikklandi þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í dag. „Ég fékk mjög hlýjar mótttökur,“ segir Alfreð sem kom til Grikklands í gær og skrifaði undir samning við meistaraliðið Olympiacos. Þar mun landsliðsmaðurinn spila næsta árið sem lánsmaður frá Real Sociedad á Spáni. Alfreð gekkst undir læknisskoðuna eftir komuna til Grikklands og gekk svo frá pappírsvinnunni við félagið. „Þetta er nú allt saman frekar staðlað þó svo að læknisskoðunin hafi tekið nokkuð langan tíma. Þeir athugðu liðleika, jafnvægisskyn og fleira slíkt og það er fínt að það sé í lagi hjá mér,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Svona var fyrsti dagurinn hans Alfreðs hjá Olympiacos Alfreð hefur verið mikið orðaður við gríska boltann í sumar en fyrst og fremst við PAOK. Hann heyrði þó fyrst af áhuga Olympiacos strax í maí. „Þeir lýstu strax þá áhuga á að fá mig fyrir næsta tímabil. En það voru ákveðin mál innan klúbbsins sem þurfti að leysa fyrst eins og að ganga frá ráðningu nýs þjálfara. Þetta tók því allt sinn tíma.“Alfreð í æfingaleik með Real Sociedad fyrr í mánuðinum.Vísir/Getty„Umræðan um PAOK fór fyrst og fremst fram í fjölmiðlum og kom aldrei inn á borð til mín fyrr en í síðustu viku. Þá þurfti ég að svara annað hvort já eða nei. Þá kom Olympiacos aftur inn í myndina.“ „Svona er fótboltinn stundum. Stundum er ekkert að gerast og svo koma dagar þar sem maður þarf allt í einu að ákveða sig. En ég var alltaf spenntastur fyrir Olympiakos.“ Í boði að halda áfram Alfreð segir að sér hafi staðið til boða að halda kyrru fyrir í San Sebastian og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Real Sociedad. „Mín fyrsta hugsun var að gefa þessu annan séns á Spáni. Maður hefur séð það oft áður að leikmenn eigi erfitt uppdráttar á sínu fyrsta ári en ganga svo vel á því næsta. Hlutirnir vilja oft smella þá saman.“ „Ég vildi því halda öllum möguleikum opnum. En líklegasta niðurstaðan er að það er annar sóknarmaður á leiðinni til félagsins og því þurfti ég að vega og meta alla kosti. Ég tók þá ákvörðun að koma hingað.“Vísir/GettyMestu vonbrigðin að meiðast Alfreð var ætlað stórt hlutverk hjá Real Sociedad þegar hann kom þangað en hann meiddist í leik með liðinu gegn Aberdeen í forkeppni Evrópudeildar UEFA. „Mestu vonbrigðin voru að lenda í þessum meiðslum,“ segir hann. „Ég fékk aldrei leikina til að sanna mig í upphafi tímabils. Þegar ég kem svo til baka þá var mikil pressa á liðinu og þjálfaranum.“ Jagoba Arrasate var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Real Sociedad í byrjun nóvember en liðið var þá í nítjánda sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir fyrstu tíu umferðirnar.Sjá einnig: Alfreð fær nýjan þjálfara „Ég var ekki í mínu besta standi þegar ég kom aftur,“ segir Alfreð sem endaði tímabilið með fjögur mörk í 31 leik í öllum keppnum. Hann kom við sögu í 25 deildarleikjum en aðeins sex í byrjunarliði. Alfreð kveðst þó afar sáttur við árið sitt á Spáni. „Þetta var skemmtilegt ár og ég fór frá Spáni með bros á vör. Ég eignaðist marga góða vini, borgin er frábær og klúbburinn líka. Ég var ánægður með að hafa spilað í spænsku úrvalsdeildinni.“David Moyes.Vísir/GettyFótboltinn er steiktur Vissulega er mögulegt að Alfreð endurnýji kynni sín við spænska boltann þegar lánssamningurinn við Olympiacos rennur út. „Fótboltinn er steiktur og maður veit aldrei hvað gerist. Ég kvaddi forsetann, þjálfarann og alla hjá Real Sociedad í góðu. Þeir óska þess allir að ég eigi gott ár hér. Svo fer þetta bara eins og þetta fer. Það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann.“ Þann 10. nóvember var David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, ráðinn til Real Sociedad og náði hann að lyfta liðinu upp í tólfta sæti deildarinnar.Sjá einnig: Alfreð um Moyes: Notar mig ef það er eitthvað vit í kallinum „Það var mjög gaman að spila fyrir David Moyes. Hann er með mikla reynslu frá félögum sem er í fremstu röð. Hann vildi auðvitað breyta miklu þegar hann kom og leggur áherslu að fá leikmenn sem passa í þann leikstíl sem hann vill nota.“ „Það tekur auðvitað tíma að breyta slíku hjá nýju félagi og ég vona bara að þetta takist allt saman hjá honum.“Mynd/AðsendHáleit markmið Alfreð var einnig orðaður við félög á Englandi og voru meðal annarra Everton, gamla félag Moyes, og Bolton nefnd til sögunnar. „Ég held nú að það hafi fyrst og fremst verið uppspuni. Það var einhver áhugi frá Englandi en það fór aldrei langt,“ segir Alfreð sem stefnir að því að fá stórt hlutverk hjá gríska félaginu og skora þar mörg mörk. „Ég hef háleit markmið og það eru auðvitað miklar kröfur gerðar hjá stóru félagi eins og þessu. Það er undir mér komið að standa undir þeim,“ sagði Alfreð sem segist afar spenntur fyrir tímabilinu.Sjá einnig: Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig að komast almennilega í gang á ný. Mér fannst mikilvægt að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu og það kitlar mjög mikið að taka þátt í því. En líka að vera í liði sem berst um titla á hverju ári. Maður er í fótbolta til að vinna titla og ég vona að ég geti verið hluti af því.“ Konstantinos Mitroglou var aðalframherji Olympiacos á síðasta tímabili og markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með sextán mörk. Hann var í láni frá Fulham í Englandi og er nú farinn aftur frá gríska félaginu.Olympiacos varð meistari í 42. sinn í vor.Vísir/GettyVarnarsinnaðir þjálfarar reknir Alfreð telur að leikstíll Olympiakos henti sér vel. „Liðið er nú búið að ráða nýjan þjálfara [Marco Silva] sem var hjá Sporting Lissabon í fyrra og er afar vel talað um hann,“ segir Alfreð og bætir við að félagið hefur ekki verið hrætt við að láta þjálfara fara sem þykja of varnarsinnaðir - jafnvel þótt að liðið hafi orðið meistari. „Stuðningsmenn Olympiacos eru vanir því að liðið spili mikinn sóknarbolta og auðvitað er gott fyrir framherja að spila í slíku liði.“ Nýtt tímabil hefst 22. ágúst og Alfreð fær því tíma til að koma sér inn í hlutina í Grikklandi. „Ég er heilt yfir ánægður með þessa lendingu. Það er frábært að vera kominn til stórliðs á evrópskan mælikvarða, liði sem spilar reglulega í Meistaradeild Evrópu.“ Hann óttast ekki fjármálakrísuna í Grikklandi en undanfarnar vikur og mánuði hafa borist ógnvekjandi fréttir af stöðu efnahagsmála þar. „Ég ráðfærði mig við fólk sem þekkir það að búa hér og það hafði ekkert nema gott um Grikkland að segja. Þrátt fyrir alla þá umfjöllun sem verið hefur um Grikkland hef ég engar áhyggjur. Annars væri ég ekki að koma hingað.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason var að taka því rólega eftir strembinn fyrsta dag í Grikklandi þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í dag. „Ég fékk mjög hlýjar mótttökur,“ segir Alfreð sem kom til Grikklands í gær og skrifaði undir samning við meistaraliðið Olympiacos. Þar mun landsliðsmaðurinn spila næsta árið sem lánsmaður frá Real Sociedad á Spáni. Alfreð gekkst undir læknisskoðuna eftir komuna til Grikklands og gekk svo frá pappírsvinnunni við félagið. „Þetta er nú allt saman frekar staðlað þó svo að læknisskoðunin hafi tekið nokkuð langan tíma. Þeir athugðu liðleika, jafnvægisskyn og fleira slíkt og það er fínt að það sé í lagi hjá mér,“ sagði hann í léttum dúr.Sjá einnig: Svona var fyrsti dagurinn hans Alfreðs hjá Olympiacos Alfreð hefur verið mikið orðaður við gríska boltann í sumar en fyrst og fremst við PAOK. Hann heyrði þó fyrst af áhuga Olympiacos strax í maí. „Þeir lýstu strax þá áhuga á að fá mig fyrir næsta tímabil. En það voru ákveðin mál innan klúbbsins sem þurfti að leysa fyrst eins og að ganga frá ráðningu nýs þjálfara. Þetta tók því allt sinn tíma.“Alfreð í æfingaleik með Real Sociedad fyrr í mánuðinum.Vísir/Getty„Umræðan um PAOK fór fyrst og fremst fram í fjölmiðlum og kom aldrei inn á borð til mín fyrr en í síðustu viku. Þá þurfti ég að svara annað hvort já eða nei. Þá kom Olympiacos aftur inn í myndina.“ „Svona er fótboltinn stundum. Stundum er ekkert að gerast og svo koma dagar þar sem maður þarf allt í einu að ákveða sig. En ég var alltaf spenntastur fyrir Olympiakos.“ Í boði að halda áfram Alfreð segir að sér hafi staðið til boða að halda kyrru fyrir í San Sebastian og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Real Sociedad. „Mín fyrsta hugsun var að gefa þessu annan séns á Spáni. Maður hefur séð það oft áður að leikmenn eigi erfitt uppdráttar á sínu fyrsta ári en ganga svo vel á því næsta. Hlutirnir vilja oft smella þá saman.“ „Ég vildi því halda öllum möguleikum opnum. En líklegasta niðurstaðan er að það er annar sóknarmaður á leiðinni til félagsins og því þurfti ég að vega og meta alla kosti. Ég tók þá ákvörðun að koma hingað.“Vísir/GettyMestu vonbrigðin að meiðast Alfreð var ætlað stórt hlutverk hjá Real Sociedad þegar hann kom þangað en hann meiddist í leik með liðinu gegn Aberdeen í forkeppni Evrópudeildar UEFA. „Mestu vonbrigðin voru að lenda í þessum meiðslum,“ segir hann. „Ég fékk aldrei leikina til að sanna mig í upphafi tímabils. Þegar ég kem svo til baka þá var mikil pressa á liðinu og þjálfaranum.“ Jagoba Arrasate var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Real Sociedad í byrjun nóvember en liðið var þá í nítjánda sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir fyrstu tíu umferðirnar.Sjá einnig: Alfreð fær nýjan þjálfara „Ég var ekki í mínu besta standi þegar ég kom aftur,“ segir Alfreð sem endaði tímabilið með fjögur mörk í 31 leik í öllum keppnum. Hann kom við sögu í 25 deildarleikjum en aðeins sex í byrjunarliði. Alfreð kveðst þó afar sáttur við árið sitt á Spáni. „Þetta var skemmtilegt ár og ég fór frá Spáni með bros á vör. Ég eignaðist marga góða vini, borgin er frábær og klúbburinn líka. Ég var ánægður með að hafa spilað í spænsku úrvalsdeildinni.“David Moyes.Vísir/GettyFótboltinn er steiktur Vissulega er mögulegt að Alfreð endurnýji kynni sín við spænska boltann þegar lánssamningurinn við Olympiacos rennur út. „Fótboltinn er steiktur og maður veit aldrei hvað gerist. Ég kvaddi forsetann, þjálfarann og alla hjá Real Sociedad í góðu. Þeir óska þess allir að ég eigi gott ár hér. Svo fer þetta bara eins og þetta fer. Það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann.“ Þann 10. nóvember var David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, ráðinn til Real Sociedad og náði hann að lyfta liðinu upp í tólfta sæti deildarinnar.Sjá einnig: Alfreð um Moyes: Notar mig ef það er eitthvað vit í kallinum „Það var mjög gaman að spila fyrir David Moyes. Hann er með mikla reynslu frá félögum sem er í fremstu röð. Hann vildi auðvitað breyta miklu þegar hann kom og leggur áherslu að fá leikmenn sem passa í þann leikstíl sem hann vill nota.“ „Það tekur auðvitað tíma að breyta slíku hjá nýju félagi og ég vona bara að þetta takist allt saman hjá honum.“Mynd/AðsendHáleit markmið Alfreð var einnig orðaður við félög á Englandi og voru meðal annarra Everton, gamla félag Moyes, og Bolton nefnd til sögunnar. „Ég held nú að það hafi fyrst og fremst verið uppspuni. Það var einhver áhugi frá Englandi en það fór aldrei langt,“ segir Alfreð sem stefnir að því að fá stórt hlutverk hjá gríska félaginu og skora þar mörg mörk. „Ég hef háleit markmið og það eru auðvitað miklar kröfur gerðar hjá stóru félagi eins og þessu. Það er undir mér komið að standa undir þeim,“ sagði Alfreð sem segist afar spenntur fyrir tímabilinu.Sjá einnig: Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig að komast almennilega í gang á ný. Mér fannst mikilvægt að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu og það kitlar mjög mikið að taka þátt í því. En líka að vera í liði sem berst um titla á hverju ári. Maður er í fótbolta til að vinna titla og ég vona að ég geti verið hluti af því.“ Konstantinos Mitroglou var aðalframherji Olympiacos á síðasta tímabili og markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með sextán mörk. Hann var í láni frá Fulham í Englandi og er nú farinn aftur frá gríska félaginu.Olympiacos varð meistari í 42. sinn í vor.Vísir/GettyVarnarsinnaðir þjálfarar reknir Alfreð telur að leikstíll Olympiakos henti sér vel. „Liðið er nú búið að ráða nýjan þjálfara [Marco Silva] sem var hjá Sporting Lissabon í fyrra og er afar vel talað um hann,“ segir Alfreð og bætir við að félagið hefur ekki verið hrætt við að láta þjálfara fara sem þykja of varnarsinnaðir - jafnvel þótt að liðið hafi orðið meistari. „Stuðningsmenn Olympiacos eru vanir því að liðið spili mikinn sóknarbolta og auðvitað er gott fyrir framherja að spila í slíku liði.“ Nýtt tímabil hefst 22. ágúst og Alfreð fær því tíma til að koma sér inn í hlutina í Grikklandi. „Ég er heilt yfir ánægður með þessa lendingu. Það er frábært að vera kominn til stórliðs á evrópskan mælikvarða, liði sem spilar reglulega í Meistaradeild Evrópu.“ Hann óttast ekki fjármálakrísuna í Grikklandi en undanfarnar vikur og mánuði hafa borist ógnvekjandi fréttir af stöðu efnahagsmála þar. „Ég ráðfærði mig við fólk sem þekkir það að búa hér og það hafði ekkert nema gott um Grikkland að segja. Þrátt fyrir alla þá umfjöllun sem verið hefur um Grikkland hef ég engar áhyggjur. Annars væri ég ekki að koma hingað.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira