Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 (3-5) | Tíu ára bið Valsmanna á enda Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 21:00 Ingvar Þór Kale varði spyrnu Josip Serdarusic í vítakeppninni. Vísir/Stefán Valur komst í kvöld í úrslitaleik Borgunarbikars karla í fyrsta sinn í tíu ár. Hlíðarendapiltar sóttu 1. deildar lið KA heim og höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni. KA-menn fengu draumabyrjun þegar Elfar Árni Aðalsteinsson kom heimamönnum yfir á Akureyri í dag eftir aðeins sex mínútur. Framherjinn öflugi var felldur í teignum og fór sjálfur á punktinn. Ekkert bull í gangi um að sá sem fiskar vítaspyrnuna tekur hana ekki. Elfar setti Ingvar Kale í rangt horn og boltann í netið við mikinn fögnuð stuðningsmanna KA. Með þessu marki luku heimamenn keppni í fyrri hálfleik hvað varðar allan sóknarleik. Þeir fóru varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiksins, en gestirnir úr Reykjavík stýrðu leiknum næstu 39 mínúturnar. KA varðist engu að síður nokkuð vel. Spilið var hratt og gott hjá Valsmönnum. Sigurður Egill og Kristinn Ingi fundu sig vel á köntunum og Bjarni Ólafur studdi vel við Sigurð vinstra megin. Valsmenn náðu að setja mikla pressu á Akureyringa. Valsmenn uppskáru mark þegar Srjdan Rajkovic hitti ekki boltann þegar hann reyndi að kýla hornspyrnu frá markinu á 23. mínútu. Hann barst til miðvarðarins Orra Sigurðar Ómarssonar sem skoraði. Við fyrstu sýn virtist sem svo að Kristinn Ingi héldi Rajko en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert og Valsmenn búnir að jafna. Áfram sóttu Valsmenn og komst Kristinn Freyr Sigurðsson næst því að koma Val yfir áður en fyrri hálfleiknum lauk þegar viðstöðulaust skot hans fór á milli fóta Rajko í markinu. Davíð Rúnar Bjarnason varði á marklínu og hélt jöfnu. KA-menn náðu ekkert að nýta sér sterka sóknarmenn sína í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk ekkert boltann. Þeir reyndu langar sendingar fram sem Elfar Árni átti að elta, en eins góður og hann er átti Húsvíkingurinn ekkert í miðverði Vals með Hauk Pál fyrir framan þá einn síns liðs. Ævar Ingi Jóhannesson, besti leikmaður KA í sumar, komst ekki í takt við leikinn framan af og spilaði meira sem auka bakvörður frekar en sóknarmaður. KA kom af miklum krafti til leiks í seinni hálfleik og fór vitaskuld upp hægra megin með Ævari Inga. Eftir smá djöflagang á fyrstu mínútunum kom KA boltanum inn á teiginn þar sem boltinn skoppaði nokkuð augljóslega upp í höndina á Iain Williamson. KA vildi auðvitað víti en Vilhjálmur Alvar, sem sá atvikið mjög vel, dæmdi ekkert. Væntanlega metið atvikið svo að Williamson hafi fengið hann óviljandi í höndina og ekki beitt henni í hagnaðarskyni. Það var allt annað að sjá heimamenn í seinni hálfleik. Þeir voru öruggari á boltann, leyfðu sér að fara framar á völlinn en vörðust áfram vel. Rajko þurfti þó að taka á honum stóra sínum og verja skalla úr dauðafæri frá Hauki Páli. Valsmenn hafa hraða og gæði til að komast aftur fyrir bakverðina og það gerðu þeir vel á 63. mínútu. Kristinn Freyr og Sigurður Egill lögðu upp dauðafæri fyrir Patrick Pedersen, en besti framherji Pepsi-deildarinnar lét Rajko verja frá sér meistaralega. Rajkovic búinn að vera ansi drjúgur í bikarnum fyrir KA-menn. Davíð Rúnar Bjarnason, sem hefur komið skemmtilega á óvart í miðverði KA-manna í sumar, spilaði fantavel í kvöld líkt og Callum Williams, kollegi hans. Davíð Rúnar komst einnig nálægt því að skora á 72. mínútu þegar hann skallaði boltann í stöngina eftir darraðadans í teignum. Skömmu síðar bjargaði hann svo markverði sínum aftur með því að bjarga ótrúlega á línu eftir önnur mistök Rajko. Þó hann geti varið á hann til í að gera afdrifarík mistök þegar hann kemur út í teiginn en í tvö skipti bjargaði Davíð honum svakalega. Valsmenn settu pressu á KA undir lok fyrri hálfleiksins þegar byrjað var að rigna og kólna, en heimamenn voru áfram sjóðheitir í varnarleiknum. Þeir héldu út og tryggðu sér framlengingu. Eftir 120 mínútna leik var staðan enn, 1-1, og þurfti því að skera úr um sigurvegara í vítaspyrnukeppni. Þar var Ingvar Kale hetja gestanna er hann varði spyrnu Króatans, Josip Serdarusic. Lokatölur, 6-4, eftir vítaspyrnukeppni. Valur mætir annað hvort KR eða ÍBV í laugardalnum í ágúst, en þau eigast við í seinni undanúrslitaleiknum á Alvogen-vellinum annað kvöld.Ólafur Jóhannesson fór síðast með FH í bikarúrslit 2007 þar sem Fimleikafélagið vann 2-1 sigur á Fjölni.vísir/valliÓlafur: Ég fer ekki í nein jakkaföt "Þetta var rosalegur leikur sem hafði allt," sagði sigurreifur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. Valsmenn voru betri í heildina þó KA-menn komu öflugir til leiks í seinni hálfleik. "Við náttúrlega lendum undir í leiknum en mér fannst við samt stýra þessu. Við vorum að spila boltanum vel en auðvitað erum við líka heppnir þegar þeir skalla í stöngina," sagði Ólafur. Valsþjálfarinn kynnti sér KA-liðið vel fyrir leikinn. Hann fór meira að segja norður til að horfa á mótherjana spila í 1. deildinni og sá tvo leiki til viðbótar. "Þeir komu mér ekkert á óvart. Þetta er kraftmikið lið sem getur spilað vel," sagði Ólafur. "Þessi leikur hafði allt og á endanum er þetta bara happa eða glappa í vítaspyrnukeppninni þar sem við erum ofan á. Nú fáum við úrslitaleik sem verður gaman að takast á við," sagði Ólafur. Smiðurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að klæða sig upp fyrir leiki Vals og á því verður engin breyting í úrslitaleiknum. Hann ætlar ekki í jakkaföt með 10-11 húfuna á hausnum. "Nei, nei, nei. Ég fer ekki í nein jakkaföt," sagði Ólafur Jóhannesson.Bjarni og hans menn eru í 5. sæti 1. deildar, 10 stigum frá 2. sætinu.vísir/stefánBjarni: Við vildum náttúrlega víti Bjarni Jóhannsson gat ekki annað en brosað þrátt fyrir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Hans strákar gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. "Þeir lögðu sig alla fram og þó það sé leiðinlegt að tapa í vítaspyrnukeppni stóðu þeir sig vel," sagði Bjarni. Honum fannst sínir menn ekki gera vel úr 1-0 stöðunni en var ánægður með þá í seinni hálfleik. "Við bökkum aðeins of mikið og vorum ekki nógu áræðnir. En það var allt annað í gangi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum vel. Menn voru orðnir svolítið þreyttir undir lokin, en svona er þetta," sagði Bjarni. KA-menn eru í harðri baráttu um sæti í Pepsi-deildinni en eftir slaka byrjun eru þeir í smá eltingarleik við efstu liðin. Bjarni vonast til að svona ævintýri komi sínum mönnum í gang. "Við erum náttúrlega í rosalegum slag þar og bikarleikirnir hafa dottið á daga þegar við eigum að spila í 1. deildinni annað en Pepsi-deildarliðið lenda í. Við höldum bara áfram að berjast þar," sagði Bjarni, en vildi hann víti í þessi skipti sem boltinn fór í höndina á leikmönnum Vals inn í teignum. "Auðvitað kölluðum við víti og mér fannst við eiga að fá eitt. Ég var líka ósáttur við markið sem við fengum á okkur en vonandi hef ég rangt fyrir mér þegar ég skoða þetta aftur," sagði Bjarni Jóhannsson.Haukur Páll sneri aftur í lið Vals í dag eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla.vísir/valliHaukur Páll: Verður góður dagur Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hafði nóg að gera inn á miðjunni í dag þar sem hann háði mikla baráttu lengi vel við Elfar Árna Aðalsteinsson, framherja Vals. "Þetta er mjög öflugt lið sem berst eins og ljón. Það var gaman að koma hingað og ná í sigur í leik sem fór alla leið," sagði Haukur Páll. Fyrirliðinn var frá vegna meiðsla í síðasta leik en spilaði 120 mínútur í dag. "Það var gaman að koma inn í þetta en það tók á að spila svona lengi. Maður var orðinn svolítið þreyttur í löppunum þarna undir lokin," sagði Haukur Páll sem fær nú bikarúrslitadag á Laugardalsvellinum. "Það verður góður dagur. Þetta hefur verið virkilega skemmtileg ferð og vonandi endar hún vel í Dalnum," sagði Haukur Páll Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn heppnir að Bjössi verður ekki inni á vellinum í dag Valur, sem berst um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla í fótbolta, heimsækir 1. deildar lið KA í fyrri undanúrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valur komst í kvöld í úrslitaleik Borgunarbikars karla í fyrsta sinn í tíu ár. Hlíðarendapiltar sóttu 1. deildar lið KA heim og höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni. KA-menn fengu draumabyrjun þegar Elfar Árni Aðalsteinsson kom heimamönnum yfir á Akureyri í dag eftir aðeins sex mínútur. Framherjinn öflugi var felldur í teignum og fór sjálfur á punktinn. Ekkert bull í gangi um að sá sem fiskar vítaspyrnuna tekur hana ekki. Elfar setti Ingvar Kale í rangt horn og boltann í netið við mikinn fögnuð stuðningsmanna KA. Með þessu marki luku heimamenn keppni í fyrri hálfleik hvað varðar allan sóknarleik. Þeir fóru varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiksins, en gestirnir úr Reykjavík stýrðu leiknum næstu 39 mínúturnar. KA varðist engu að síður nokkuð vel. Spilið var hratt og gott hjá Valsmönnum. Sigurður Egill og Kristinn Ingi fundu sig vel á köntunum og Bjarni Ólafur studdi vel við Sigurð vinstra megin. Valsmenn náðu að setja mikla pressu á Akureyringa. Valsmenn uppskáru mark þegar Srjdan Rajkovic hitti ekki boltann þegar hann reyndi að kýla hornspyrnu frá markinu á 23. mínútu. Hann barst til miðvarðarins Orra Sigurðar Ómarssonar sem skoraði. Við fyrstu sýn virtist sem svo að Kristinn Ingi héldi Rajko en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert og Valsmenn búnir að jafna. Áfram sóttu Valsmenn og komst Kristinn Freyr Sigurðsson næst því að koma Val yfir áður en fyrri hálfleiknum lauk þegar viðstöðulaust skot hans fór á milli fóta Rajko í markinu. Davíð Rúnar Bjarnason varði á marklínu og hélt jöfnu. KA-menn náðu ekkert að nýta sér sterka sóknarmenn sína í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk ekkert boltann. Þeir reyndu langar sendingar fram sem Elfar Árni átti að elta, en eins góður og hann er átti Húsvíkingurinn ekkert í miðverði Vals með Hauk Pál fyrir framan þá einn síns liðs. Ævar Ingi Jóhannesson, besti leikmaður KA í sumar, komst ekki í takt við leikinn framan af og spilaði meira sem auka bakvörður frekar en sóknarmaður. KA kom af miklum krafti til leiks í seinni hálfleik og fór vitaskuld upp hægra megin með Ævari Inga. Eftir smá djöflagang á fyrstu mínútunum kom KA boltanum inn á teiginn þar sem boltinn skoppaði nokkuð augljóslega upp í höndina á Iain Williamson. KA vildi auðvitað víti en Vilhjálmur Alvar, sem sá atvikið mjög vel, dæmdi ekkert. Væntanlega metið atvikið svo að Williamson hafi fengið hann óviljandi í höndina og ekki beitt henni í hagnaðarskyni. Það var allt annað að sjá heimamenn í seinni hálfleik. Þeir voru öruggari á boltann, leyfðu sér að fara framar á völlinn en vörðust áfram vel. Rajko þurfti þó að taka á honum stóra sínum og verja skalla úr dauðafæri frá Hauki Páli. Valsmenn hafa hraða og gæði til að komast aftur fyrir bakverðina og það gerðu þeir vel á 63. mínútu. Kristinn Freyr og Sigurður Egill lögðu upp dauðafæri fyrir Patrick Pedersen, en besti framherji Pepsi-deildarinnar lét Rajko verja frá sér meistaralega. Rajkovic búinn að vera ansi drjúgur í bikarnum fyrir KA-menn. Davíð Rúnar Bjarnason, sem hefur komið skemmtilega á óvart í miðverði KA-manna í sumar, spilaði fantavel í kvöld líkt og Callum Williams, kollegi hans. Davíð Rúnar komst einnig nálægt því að skora á 72. mínútu þegar hann skallaði boltann í stöngina eftir darraðadans í teignum. Skömmu síðar bjargaði hann svo markverði sínum aftur með því að bjarga ótrúlega á línu eftir önnur mistök Rajko. Þó hann geti varið á hann til í að gera afdrifarík mistök þegar hann kemur út í teiginn en í tvö skipti bjargaði Davíð honum svakalega. Valsmenn settu pressu á KA undir lok fyrri hálfleiksins þegar byrjað var að rigna og kólna, en heimamenn voru áfram sjóðheitir í varnarleiknum. Þeir héldu út og tryggðu sér framlengingu. Eftir 120 mínútna leik var staðan enn, 1-1, og þurfti því að skera úr um sigurvegara í vítaspyrnukeppni. Þar var Ingvar Kale hetja gestanna er hann varði spyrnu Króatans, Josip Serdarusic. Lokatölur, 6-4, eftir vítaspyrnukeppni. Valur mætir annað hvort KR eða ÍBV í laugardalnum í ágúst, en þau eigast við í seinni undanúrslitaleiknum á Alvogen-vellinum annað kvöld.Ólafur Jóhannesson fór síðast með FH í bikarúrslit 2007 þar sem Fimleikafélagið vann 2-1 sigur á Fjölni.vísir/valliÓlafur: Ég fer ekki í nein jakkaföt "Þetta var rosalegur leikur sem hafði allt," sagði sigurreifur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. Valsmenn voru betri í heildina þó KA-menn komu öflugir til leiks í seinni hálfleik. "Við náttúrlega lendum undir í leiknum en mér fannst við samt stýra þessu. Við vorum að spila boltanum vel en auðvitað erum við líka heppnir þegar þeir skalla í stöngina," sagði Ólafur. Valsþjálfarinn kynnti sér KA-liðið vel fyrir leikinn. Hann fór meira að segja norður til að horfa á mótherjana spila í 1. deildinni og sá tvo leiki til viðbótar. "Þeir komu mér ekkert á óvart. Þetta er kraftmikið lið sem getur spilað vel," sagði Ólafur. "Þessi leikur hafði allt og á endanum er þetta bara happa eða glappa í vítaspyrnukeppninni þar sem við erum ofan á. Nú fáum við úrslitaleik sem verður gaman að takast á við," sagði Ólafur. Smiðurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að klæða sig upp fyrir leiki Vals og á því verður engin breyting í úrslitaleiknum. Hann ætlar ekki í jakkaföt með 10-11 húfuna á hausnum. "Nei, nei, nei. Ég fer ekki í nein jakkaföt," sagði Ólafur Jóhannesson.Bjarni og hans menn eru í 5. sæti 1. deildar, 10 stigum frá 2. sætinu.vísir/stefánBjarni: Við vildum náttúrlega víti Bjarni Jóhannsson gat ekki annað en brosað þrátt fyrir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Hans strákar gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. "Þeir lögðu sig alla fram og þó það sé leiðinlegt að tapa í vítaspyrnukeppni stóðu þeir sig vel," sagði Bjarni. Honum fannst sínir menn ekki gera vel úr 1-0 stöðunni en var ánægður með þá í seinni hálfleik. "Við bökkum aðeins of mikið og vorum ekki nógu áræðnir. En það var allt annað í gangi í seinni hálfleik þar sem við spiluðum vel. Menn voru orðnir svolítið þreyttir undir lokin, en svona er þetta," sagði Bjarni. KA-menn eru í harðri baráttu um sæti í Pepsi-deildinni en eftir slaka byrjun eru þeir í smá eltingarleik við efstu liðin. Bjarni vonast til að svona ævintýri komi sínum mönnum í gang. "Við erum náttúrlega í rosalegum slag þar og bikarleikirnir hafa dottið á daga þegar við eigum að spila í 1. deildinni annað en Pepsi-deildarliðið lenda í. Við höldum bara áfram að berjast þar," sagði Bjarni, en vildi hann víti í þessi skipti sem boltinn fór í höndina á leikmönnum Vals inn í teignum. "Auðvitað kölluðum við víti og mér fannst við eiga að fá eitt. Ég var líka ósáttur við markið sem við fengum á okkur en vonandi hef ég rangt fyrir mér þegar ég skoða þetta aftur," sagði Bjarni Jóhannsson.Haukur Páll sneri aftur í lið Vals í dag eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla.vísir/valliHaukur Páll: Verður góður dagur Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hafði nóg að gera inn á miðjunni í dag þar sem hann háði mikla baráttu lengi vel við Elfar Árna Aðalsteinsson, framherja Vals. "Þetta er mjög öflugt lið sem berst eins og ljón. Það var gaman að koma hingað og ná í sigur í leik sem fór alla leið," sagði Haukur Páll. Fyrirliðinn var frá vegna meiðsla í síðasta leik en spilaði 120 mínútur í dag. "Það var gaman að koma inn í þetta en það tók á að spila svona lengi. Maður var orðinn svolítið þreyttur í löppunum þarna undir lokin," sagði Haukur Páll sem fær nú bikarúrslitadag á Laugardalsvellinum. "Það verður góður dagur. Þetta hefur verið virkilega skemmtileg ferð og vonandi endar hún vel í Dalnum," sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn heppnir að Bjössi verður ekki inni á vellinum í dag Valur, sem berst um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla í fótbolta, heimsækir 1. deildar lið KA í fyrri undanúrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KA-menn heppnir að Bjössi verður ekki inni á vellinum í dag Valur, sem berst um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla í fótbolta, heimsækir 1. deildar lið KA í fyrri undanúrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. 29. júlí 2015 07:00