Íslenski boltinn

Tonny Mawejje kominn í Þrótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mawejje í leik með Val gegn ÍBV í fyrra.
Mawejje í leik með Val gegn ÍBV í fyrra. Vísir/Stefán
Tonny Mawejje er aftur kominn í íslenska boltann eftir stutt hlé en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Þrótt. Þetta kom fram á Fótbolti.net í dag.

Mawejje spilaði með Val í fyrra en var hjá ÍBV frá 2009 til 2013. Hann samdi við norska liðið Haugesund fyrir tímabilið í fyrra en kom við sögu í aðeins fjórum leikjum hjá félaginu. Hann hefur verið án félags síðan í janúar.

Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var í þjálfarateymi ÍBV árið 2013 og endurnýjar því kynni sín við Mawejje nú. Þróttur er í efsta sæti 1. deildar karla með 27 stig af 30 mögulegum.

Mawejje fær leikheimild á miðvikudag og er áætlað að hann komi til landsins þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×