Bara 250 miðar eftir á leik KR og Rosenborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:46 Stuðningsmenn Rosenborg eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Kolbeinn Tumi Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00
Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00