Bara 250 miðar eftir á leik KR og Rosenborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:46 Stuðningsmenn Rosenborg eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Kolbeinn Tumi Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00
Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00