Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:51 Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent