Liðsmenn ISIS starfrækja æfingabúðir í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 19. júlí 2015 12:27 Fjölmargir Bosníumenn hafa haldið til Sýrlands á undanförnum árum og snúið síðan aftur. Vísir/AFP Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa komið upp vígi og starfrækja æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn í Evrópu. Þetta kemur fram í grein breska blaðsins Sunday Mirror. Í frétt blaðsins segir að samtökin hafi komið upp æfingabúðum í bosníska bænum Osve. Bærinn er mjög afskekktur, um hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Sarajevo. Öfgasinnaðir íslamistar hafi keypt jarðir í kringum bæinn sem eftirlitsaðilar telja að séu notaðar undir æfingabúðir fyrir liðsmenn ISIS. Þar séu þeir búnir undir það að framkvæma hryðjuverkaárásir í Evrópu. Sunday Mirror greinir frá því að tólf liðsmenn ISIS, sem hafa notið þjálfunar í Osve, hafa ferðast til Sýrlands á síðustu mánuðum. Íbúar í Osve segja að oft og títt heyrist í byssuskotum frá jörðunum sem hafa verið keyptar upp á síðustu misserum. „Við heyrum reglulega í skotum frá skóglendinu þarna fyrir ofan. Það gerist í hverri viku,“ segir íbúi sem vilji ekki láta nafn síns getið. Þá sé ýmislegt sem bendi til þess að ISIS-liðar hafi komið upp fleiri búðum í Bosníu. Guardian greinir frá því að öfgasinnuðum söfnuðum hafi fjölgað í héruðunum Gornja Maoca, Osve og Dubnica. Ný skýrsla sýnir fram á að um tvö hundruð Bosníumenn hafi ferðast til Sýrlands á síðustu tveimur árum og að um fimmtíu hafi snúið aftur til Bosníu á liðnum vetri. Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa komið upp vígi og starfrækja æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn í Evrópu. Þetta kemur fram í grein breska blaðsins Sunday Mirror. Í frétt blaðsins segir að samtökin hafi komið upp æfingabúðum í bosníska bænum Osve. Bærinn er mjög afskekktur, um hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Sarajevo. Öfgasinnaðir íslamistar hafi keypt jarðir í kringum bæinn sem eftirlitsaðilar telja að séu notaðar undir æfingabúðir fyrir liðsmenn ISIS. Þar séu þeir búnir undir það að framkvæma hryðjuverkaárásir í Evrópu. Sunday Mirror greinir frá því að tólf liðsmenn ISIS, sem hafa notið þjálfunar í Osve, hafa ferðast til Sýrlands á síðustu mánuðum. Íbúar í Osve segja að oft og títt heyrist í byssuskotum frá jörðunum sem hafa verið keyptar upp á síðustu misserum. „Við heyrum reglulega í skotum frá skóglendinu þarna fyrir ofan. Það gerist í hverri viku,“ segir íbúi sem vilji ekki láta nafn síns getið. Þá sé ýmislegt sem bendi til þess að ISIS-liðar hafi komið upp fleiri búðum í Bosníu. Guardian greinir frá því að öfgasinnuðum söfnuðum hafi fjölgað í héruðunum Gornja Maoca, Osve og Dubnica. Ný skýrsla sýnir fram á að um tvö hundruð Bosníumenn hafi ferðast til Sýrlands á síðustu tveimur árum og að um fimmtíu hafi snúið aftur til Bosníu á liðnum vetri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira