Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2015 13:06 Erling kann engar skýringar á þessari dularfullu plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina í Kjósinni. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is
Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00